6.11.16

OUR BATHROOM: AFTER

Þessi færsla er ekki kostuð.

Jæja, er ekki löngu kominn tími til að sýna ykkur lokaútkomuna á baðherberginu okkar?! Það er að
sjálfsögðu löngu tilbúið en ég gleymdi alltaf að mynda það og sýna ykkur en ef þið eruð með mig á
Snapchat (@alexsandrabernh) þá eruð þið löngu búin að sjá það. Við byrjuðum semsagt að gera það
upp í apríl og var þetta frekar erfitt ferli - þú getur séð fyrir myndirnar HÉR en það þurfti að rífa allt
út af baðherberginu, skipta um lagnir, færa niðurfallið og fleira. Við vorum því til dæmis sturtulaus í
heilan mánuð og þar sem hvorug fjölskyldan mín og Níelsar búa í Reykjavík þá vorum við fastagestir
í Sundhöll Reykjavíkur sem var ansi leiðinlegt og kostaðarsamt - þetta var samt svo þess virði núna
þar sem ég er gjörsamlega ástfangin af baðherberginu okkar og er breytingin ekkert smá mikil.

Þar sem rýmið er frekar lítið fengum við vinkonu systur Níelsar til að teikna upp baðhergið fyrir
okkur til að sjá hvernig við gætum nýtt það sem best. Hún teiknaði upp innréttinguna líka fyrir
okkur og fæ ég margar spurningar um hana - bæði vaskaskápurinn og speglaskápurinn á veggnum
er sérsmíðað og er frá Grindinni í Grindavík. Það er enginn smá munur að vera með skápapláss inn
á baði en fyrir voru engir skápar inn á baðherberginu sem gekk auðvitað ekki. Við rifum baðkarið
í burtu og gerðum sturtu með glervegg - hún er ekkert smá djúp og þægileg! Við notuðum gráar
flísar á gólfið, upp vegginn þar sem glugginn er og inn í sturtuna en þær fengum við afgangs frá
tengdaforeldrum mínum. Hvítu "subway" flísarnar á veggnum eru úr Byko og ég elska þær - við
eigum meira að segja afgang af þeim og langar mig að nota þær inn í eldhúsi! Við keyptum svo
öll blöndunartæki, klósettið og vaskinn í Ísleifi Jónssyni og seinast en ekki síst er það borðplatan.
Ég sagði við Níels að mig langaði í marmaraborðplötu og hann hló bara - ég náði greinilega
 aðeins að mýkja hann en á endanum ákváðum við að fá okkur marmara og guð minn, ég er 
ástfangin 

Ef þið eruð með eitthverjar spurningar um hvaðan eitthvað er eða um ferlið þá megið
þið endilega skilja eftir comment hér fyrir neðan og ég svara ykkur þar!I am finally sharing with you the after pictures of our bathroom - as you may remember we
redid it this summer and it is finally all ready. It is a pretty small bathroom but after we tore
the bathtub and put in a shower with a glass wall it got so much bigger - my favourite thing
are the white subway tiles and the marble countertop 

SHARE:

2 comments

  1. Æðislega fallegt :-) hvaðan er speglaskápurinn?

    ReplyDelete

xoxo

Blogger Template Created by pipdig