16.11.16

NEW IN: YSL ENCRE DE PEAU CUSHION

Þessi færsla er unnin í samstarfi við Yves Saint Laurent á Íslandi // Vörurnar fékk ég sem gjöf.

Íík, ég get ekki hætt að stara á þessar myndir - ég gjörsamlega elska hversu fallegar þessar vörur
frá Yves Saint Laurent eru! Eins og þið eflaust vitið þá er merkið eitt af mínum allra uppáhalds
snyrtivörumerkjum og finnst mér alltaf jafn gaman að deila með ykkur vörum frá merkinu. Mín
uppáhalds vara frá merkinu er All-In-One BB kremið en það er eitthvað sem ég gæti ómögulega
lifað án (svona í alvörunni, farið bara núna út í Hagkaup og nælið ykkur í það). Um daginn fékk
ég nokkrar nýjar vörur frá merkinu sem eru nýkomnar í verslanir og er ein vara sem stendur upp
úr og það er að sjálfsögðu nýr farði. Ég er búin að bíða ótrúlega spennt eftir þessum farða lengi
en þetta er Encre De Peau farðinn eða Fusion Ink í "cushion" formi. Upprunalegi farðinn finnst
mér æðislegur á sumrin, en þar sem hann þornar frekar mattur á húðinni þá hentar hann mér ekki
á veturna þar sem húðin mín er mjög þurr. Cushion farðinn á hins vegar að vera meira ljómandi
og því var ég mjög spennt að prófa hann. 

Það sem mér finnst vera best við þennan farða eru umbúðirnar. Þar sem ég ferðast mikið þá
vill ég helst ekki vera með fljótandi farða í flugfreyjuveskinu og er þessi því mjög hentugur 
fyrir mig. Það er líka mjög auðvelt að fríska upp á farðann yfir daginn og bæta á hann ef þess
þarf sem mér finnst æðislegt. En yfir í farðann sjálfann - það sem kom mér mest á óvart er
hversu mikil þekja er í honum. Ég nota Beauty Blender til að setja hann á og þarf ég bara að
dýfa honum einu sinni ofan í farðann til að fá nóg fyrir allt andlitið. Það er fullkomið svona
klukkan fimm á morgnanna þegar maður er með bauga fyrir allan peninginn! Hann er ekki 
eins mattur og fljótandi farðinn en hann er ekki of ljómandi - hann er bara fullkominn að
mínu mati. Ég gæti ekki mælt meira með þessum farða en þetta er nýtt uppáhald hjá mér!

Ég fékk nokkrar vörur í viðbót en ég hef ekki haft tíma til að leika mér með þær allar enn
en það eru tvær vörur í viðbót sem ég er að elska. Fyrsta varan er Lip Perfector en þetta er
æðislegur varasalvi sem nærir þurrar varir og "exfoliatar" þær líka svo þær verða ótrúlega
mjúkar og fínar. Þessi er búinn að vera í veskinu mínu síðan ég prófaði hann fyrst og er
ekkert á leiðinni neitt! Hin varan er nýr varalitur en hann heitir Vernis Á Lévres Vinyl
Cream og er í litnum 404 Nude Pulse - þetta er fullkominn nude litur með svo fallegri 
áferð, elska hann. Vörurnar frá Yves Saint Laurent fást í Lyf & Heilsu Kringlunni og
nokkrum verslunum Hagkaups 


 
SHARE:

No comments

Post a Comment

xoxo

Blogger Template Created by pipdig