14.11.16

BIRTHDAY WISHES


Tíminn líður svo ótrúlega hratt að í gær hélt ég að það væru tvær vikur í afmælið mitt en í raun á ég 
afmæli eftir einmitt viku í dag. Það er því tilvalið að skella í eitt stykki afmælisóskalista í dag en ég
er alltaf beðin um smá lista af þeim sem eru mér næstir - gjafir eru auðvitað algjört aukaatriði en mér
finnst mikilvægast að eyða deginum með mínum nánustu, hafa það notalegt og að sjálfsögðu borða á
mig gat. Það var frekar erfitt að setja saman smá lista, enda vantar mig ekki neitt en það er alltaf hægt
að finna eitthvað smá sem manni langar í. Það sem er efst á listanum mínum er ekki á myndinni hér
að ofan en það er ólífugræn úlpa með gullfallegum loðfeld frá Feldur Verkstæði. Mig er búið að langa
í hana í nokkrar vikur núna og ég held að ég verði mögulega að gefa sjálfi mér hana í afmælisgjöf!
Mig er líka búið að dreyma um að eignast hvíta String hillu frekar lengi en hún myndi vera fullkomin
inn í eldhús hjá okkur. Ég er svo að safna The Dots snögunum frá Muuto en ég á nú þegar tvo litla
snaga og vantar svo einn af hverri stærð til að fullkomna safnið mitt. Ég ætla að hengja þá upp inn í
herbergi og þar mætti bæta við Kate Moss myndinni og fuglunum fallegu fá Normann Copenhagen.
Fyrir sjálfa mig langar mig í þrennt, en að sjálfsögðu rándýra hluti en það er iPad mini (fullkominn
til að taka með í fluffstoppin í vetur til að horfa á Netflix), Chanel Boy taska og Gucci taska (já, ég
er smá bjartsýn). 

Nú ætla ég að hafa það rosa notalegt en ég var að koma heim úr morgunflugi númer tvö í röð af
þremur þannig ég er alveg vel þreytt - þangað til næst Yesterday I somehow thought that my birthday was in two weeks but then realised it is only
a week away so I thought I would share with you guys my birthday wishlist. Of course gifts
aren't a necessity (still won't say no to one) and I just want to spend the day with my family,
have a cozy evening and eat a lot of good food. I put together a list of things that I am craving,
both for the home and for myself. 

Now I am going to relax, I just came home from my second morning flight in a row out of
three so I am pretty tired - until the next time 
SHARE:

No comments

Post a Comment

xoxo

Blogger Template Created by pipdig