Eins og ég hef sagt svo oft áður þá fæ ég stundum allt í einu flugu í hausinn varðandi eitthvað tengt
heimilinu og verður það eiginlega að gerast núna strax! Í gærkvöldi byrjaði ég allt í einu að hugsa um
eldhúsið okkar - við eigum afgang af hvítu "subway" flísunum sem við notuðum á veggina inn á baði
og langar mig núna svo að setja þær á vegginn inn í eldhúsi á milli borðplötunnar og efri skápanna.
Ég held að það muni koma mjög vel út og svo er mun auðveldara að þrífa flísarnar heldur en vegginn
sjálfann. En auðvitað hætti ég bara ekki þar - mig langar líka ótrúlega að setja nýja borðplötu en sú
sem ég er með núna er úr við og er byrjað að brotna úr henni á nokkrum stöðum. Draumurinn er að
sjálfsögðu marmari en það var nóg að eyða handlegg í marmaraborðplötuna sem er inn á baði hjá
okkur - ég sá að það er til "marmara"borðplata í Ikea sem er nokkuð ódýr og væri það frekar sniðug
lausn þangað til eldhúsið fær almennilega yfirhalningu seinna meir. Það seinasta sem ég myndi gera
er að setja nýjann vask og blöndunartæki en mig langar ótrúlega í annað hvort hvítann vask eða
svartann eins og er á einni mynd hér fyrir ofan - kemur svo ótrúlega vel út og er mjög stílhreint.
Núna þarf ég bara að sannfæra Níels á mitt band og plata stjúppabba minn í heimsókn til að hjálpa
okkur - ég elska litla eldhúsið okkar en það er alltaf hægt að gera fínna í kringum sig ♡
Sometimes I all of a sudden get an idea and need to act on it right away - that is exactly what
happened last night but all of a sudden I wanted to make some changes to our kitchen. We have
some subway tiles left over since we did our bathroom and I really want to put them on the wall
in the kitchen between the countertop and the upper cabinets. Then I also want replace the counters
and I found a cheap "marble" one at Ikea that may work - we have real marble in our bathroom that
was super expensive so a cheap one will have to do for now (as this is not a renovation, just a little
cosmetic update). I am also dreaming about an all white or black sink like on the picture above,
would look so nice and clean.
Now I just have to convince Níels and invite my stepdad over for a visit so he can help us. I love
our little kitchen but you can always make small changes to give it new life ♡
No comments
Post a Comment
xoxo