18.10.16

CURRENT BEAUTY FAVOURITES

Þessi færsla er kostuð að hluta // Vörur sem fengnar vöru sem gjöf eru stjörnumerktar.

Það er ansi langt síðan ég tók saman þær vörur sem eru í uppáhaldi hjá mér í augnablikinu og því í
stanslausri notkun - sumar vörur hér hafið þið séð áður í þessum lið en það eru þó nokkrar nýjar vörur
á listanum. Fyrst verð ég að byrja að nefna Drink Up-Intensive rakamaskann frá Origins en þetta er
orðið að "holy grail" vöru hjá mér eftir að ég byrjaði að fljúga. Mér finnst ekkert betra en að koma
heim eftir flug, þrífa húðina vel og skella svo þessum maska á mig - ég nota hann eiginlega ekki sem
maska heldur sem krem og sef ég því með hann á húðinni. Ég vakna silkimjúk og hef ég ekki verið
mikið þurr eftir að ég byrjaði að gera þetta! Ég nota maskann meira að segja stundum undir farða
í fluginu og er ég að fýla það mjög vel, ég passa mig bara að setja ekki of mikið af honum. Næst er
það svo Kat Von D skyggingarpallettan mín sem ég fékk mér í vor en ég hef mikið verið að nota
hana í að skyggja kinnbeinin og sem augnskugga á augun - æðisleg palletta sem hægt er að nota á
marga vegu. 

Sú vara sem stendur eiginlega mest upp úr í augnablikinu er Brow Sculpt augabrúnablýanturinn frá 
MAC en þetta er splunkuný vara frá þeim - blýanturinn er með skáskornum enda sem ég elska og
er formúlan vaxkennd sem greiðir augnhárin vel niður. Á hinum endanum er greiða og ég er ekki 
frá því að þetta sé besta augabrúnavara sem ég hef prófað lengi. Urban Decay Naked Skin hyljarinn
er svo auðvitað á listanum en hann er búinn að vera í uppáhaldi hjá mér lengi - það styttist í að Urban
Decay komi í sölu hérlendis og ég er að missa mig úr spenningi. Vitalumiére púðrið mitt frá Chanel
er einnig á listanum en þetta er laust púður sem hylur vel, gefur húðinni fallega áferð og minnkar
fínar línur. 

Ég datt óvart inn á þessa vöru frá merkinu Ouai sem fæst í Sephora í sumar en þetta er hármaski
sem ég gæti núna ekki lifað án - lyktin af honum er svo góð og hárið verður silkimjúkt og glansandi.
Ég annað hvort hef hann í hárinu í hálftíma en sef með hann yfir nótt fyrir smá auka boost. Seinasta 
varan er svo Face and Body farðinn frá MAC en guð minn, þetta er hinn fullkomni farði - léttur, 
gefur fallega áferð og helst á endalaust lengi, já takk.

Origins Drink Up-Intensive rakamaski (fæst HÉR)     Kat Von D Shade and Light Pallette (fæst HÉR)     MAC Brow
Sculpt í Omege* (fæst í MAC Kringlunni)     Urban Decay Naked Skin Concealer (væntanlegur til landsins í Nóv)
Chanel Vitalumiére Loose Powder (fæst í Hagkaup)     Ouai Treatment Masque (fæst HÉR)     MAC Face and Body
Foundation í C1* (fæst í MAC Kringlunni)
SHARE:

2 comments

xoxo

Blogger Template Created by pipdig