26.7.16

SHISEIDO SYNCRO SKIN FOUNDATION

Vöruna í þessari færslu fékk ég senda sem gjöf.

Ef þið hafið fylgst með mér í smá tíma þá vitið þið eflaust að ég elska að prófa nýja farða - fullkomin
húð er í miklu uppáhaldi hjá mér og er ég alltaf að leita að hinum fullkomna farða. Ég hef komist ansi
nálægt því með nokkra og er nýji Syncro Skin farðinn frá Shiseido meðal þeirra. Hann uppfyllir allt
sem ég er að leitast eftir - hann er léttur á húðinni, gefur fallega og náttúrulega áferð en hylur samt
allt sem þarf að hylja og hann helst á allan daginn, sem er bráðnauðsynlegt fyrir fluffur eins og mig. 
Farðinn inniheldur líka SPF 20 sem er æðislegt og tók ég hann í litnum Neutral 1 sem er aðeins of
ljós fyrir mig í augnablikinu en í vetur verður hann fullkominn - núna í sumar hef ég verið að blanda
aðeins dekkri farða við hann sem virkar mjög vel. Þetta er fyrsta varan sem ég prófa frá Shiseido og
er ég mjög spennt að prófa fleiri þar sem þessi er í miklu uppáhaldi hjá mér og er komin til að vera í
snyrtitöskunni minni 

Annars er ég stödd í Seattle í augnablikinu að hafa það notalegt - ég kom hingað seinnipartinn á
íslenskum tíma í gær sem er hádegi hér (frekar steiktur tímamismunurinn) og ég tók smá rölt um
miðbæinn í gær og dagurinn í dag fer í algjöra afslöppun sem ég hata nú ekki. Þangað til næst!If you have been following me for a while you know that I love trying out new foundations. I
recently tried out the new Syncro Skin foundation from Shiseido and oh my, it is everything that
I want in a foundation. It feels light on the skin, gives a beautiful and natural finish but still covers
what needs to be covered and it stays on all day. It also has SPF 20 which I love - this one is here
to stay 
SHARE:

No comments

Post a Comment

xoxo

Blogger Template Created by pipdig