23.7.16

NEW IN: CÉLINE CATHERINE

Þessi færsla er ekki kostuð // Vöruna keypti ég mér sjálf.

LOKSINS - það er það eina sem hægt er að segja um þessi kaup mín sem ég gerði í New York í 
byrjun vikunnar! Í fyrrasumar keypti ég mér mín fyrstu sólgleraugu frá Céline og stuttu eftir að
ég keypti mér þau (færslan um þau er hér) sá ég þessi gleraugu út um allt og mig langaði svooo
í þau. Ég ákvað að bíða aðeins með að kaupa mér þau þar sem ég var nýbúin að kaupa hin og
planið var að finna þau í París þegar ég var þar í október í fyrra - ég leitaði út um allt að þeim í
París en fann þau ekki neins staðar, svo týpískt að finna ekki það sem maður er að leita að. Þegar
ég byrjaði að fljúga núna í apríl þá hófst leitin á ný en aldrei fann ég þau - það var ekki fyrr en
núna sem ég fann þau, 9 mánuðum seinna og fyrir algjöra heppni. Ég var búin að eyða deginum
í Soho og ætlaði að fara upp á hótel að hvíla mig fyrir heimferðina en ég var alltaf að hugsa hvort
ég ætti ekki að skreppa í Saks á 5th Avenue og bara athuga hvort þau væru til - ég ákvað að drífa
mig af stað, rölti í Saks og það fyrsta sem ég sá þegar ég gekk að Céline sólgleraugunum voru
gleraugun!! Ég var í smástund bara að átta mig á að þetta voru þau (ok smá dramatísk haha) og
ég labbaði ansi hamingjusöm aftur upp á hótel með Saks pokann minn. Þessi gleraugu eru svo
falleg og er ég ekkert smá ánægð með að þau eru loksins orðin mín.

Ég vona að þið eigið yndislega helgi - ég er á leiðinni upp í bústað núna þar sem ég ætla að
eyða helginni í rólegheitum með fjölskyldunni áður en ég skrepp til Seattle með nýju fínu
sólgleraugunum mínum - þangað til næst 


FINALLY - that is all I can say about my most recent splurge which I made when I was in
New York last week! Last summer I purchased my first Céline sunglasses and shortly after
I saw these on some blogs and fell in love - I decided not to buy them yet and my plan was
to find them when I was in Paris last fall. Of course when you are looking for something in
particular you never find it and I didn't find the glasses anywhere in Paris. When I started
working this April and thus travelling every month overseas I started my search again but
without success - until now! I had spent the entire day down in Soho and was at the hotel
resting before my flight home when I kept thinking about checking if they were available
at Saks on 5th Avenue - I decided to check it out and I walked over to the store and can 
you guess what was the first thing I saw when I walked in? The glasses of course! There
they were, just waiting for me and I am so excited that they are finally mine.

Hope you have a wonderful weekend - I am heading to a summer cabin to spend time
with my family before heading to Seattle with my new sunglasses. Until the next time 
SHARE:

No comments

Post a Comment

xoxo

Blogger Template Created by pipdig