8.7.16

DATE NIGHT: MATARKJALLARINN


Þessi færsla er unnin í samstarfi við Matarkjallarann.

Þið sem fylgist með mér á Snapchat vitið hvað ég og Níels elskum mikið að borða og þá sérstalega
að fara út að borða á góðum veitingarstöðum - það er bara eitt það besta sem við gerum! Þegar við
vorum í Chicago núna seinustu helgi fórum við á svo marga góða staði og létum veisluna auðvitað
ekki stoppa þar - okkur var boðið að koma og prófa nýjan stað í miðbæ Reykjavíkur eftir að við
komum heim og guð minn góður, við vorum í himnaríki allt kvöldið. Staðurinn opnaði í byrjun maí
og heitir Matarkjallarinn - hann er staðsettur á Aðalstræti 2 í 160 ára gömlu húsi og er staðurinn
ekkert smá kósý og notalegur. Um helgar er svo spiluð lifandi tónlist og get ég ekki ímyndað mér
hversu kósý það er að borða góðan mat með vinum og hlusta á lifandi tónlist á meðan - yndislegt!

Við fengum að velja okkur nokkra rétti af matseðlinum og voru þeir allir æðislegir - við byrjuðum
á fjórum forréttum. Fyrst fékk ég mér nauta- og hrossacarpaccio með klettasalati og parmesan sem
var svo gott og bragðmikið - carpaccio er með því besta sem ég fæ og varð ég alls ekki fyrir neinum
vonbrigðum. Níels fékk sér hvítvínssoðin krækling en alltaf ef það er kræklingur á matseðlinum þá
fær Níels sér hann. Ég veit ekki hversu oft hann pantaði sér krækling þegar við vorum í Frakklandi
í fyrra en það var ansi oft. Níels endaði með því að skafa skálina og var hann handviss um að þetta
væri besti kræklingur sem hann hefur nokkurn tíman smakkað og hann hefur nú ekki smakkað fáa.
Ég er persónulega ekki mikið fyrir krækling en ég smakkaði hjá honum og hann var rosa góður! 
Næst deildum við tveimur öðrum forréttum en það voru tígrisrækjur og túnatartar með lágperu sem
var alveg fáranlega gott - þá sérstaklega túnatartarið, namm! Því næst var komið að aðalréttunum og
pantaði Níels sér túnfisksteikina og ég pantaði mér steikarplanka og humar - þið sjáið plankann í
neðstu röðinni og guð min góður, þetta var svo gott! Það var semsagt lambakjöt, nautakjöt og svín
á honum ásamt humri, kartöflum og bernaise sósu og þetta var guðdómlegt. Níels var rosa ánægður
með túnfiskinn og verð ég að vera sammála honum, besta túnfisksteik sem við höfum smakkað! Við
enduðum svo á að deila eftirrétt en við fengum okkur heita súkkulaðitart með vanilluís og saltaðri 
karamellu - fullkominn endir á fullkomnu kvöldi! 

Við erum ekkert smá ángæð með kvöldið og mælum með Matarkjallaranum næst þegar þú ætlar
að gera vel við þig - maturinn var æðislegur og þjónustan einnig! Það er alveg klárt mál að við
komum hingað aftur sem fyrst - þúsund þakkir fyrir okkur Matarkjallarinn Me and Níels had a little date night the other day and we were invited to try out a new restaurant
in downtown Reykjavík called Matarkjallarinn or the Food Cellar - the food was amazing and I
really recomment it if you are in Iceland or on your way 
SHARE:

No comments

Post a Comment

xoxo

Blogger Template Created by pipdig