4.5.16

NEW IN: CLARISONIC SMART PROFILE

Þessi færsla er unnin í samstarfi við Clarisonic á Íslandi og fékk ég burstann að gjöf.

Loksins loksins loksins má ég segja ykkur frá nýja uppáhaldinu mínu - nýja Clarisonic Smart
Profile hreinsiburstanum. Ég er algjör Clarisonic aðdáandi en ég eignaðist minn fyrsta bursta
um jólin 2014 og hef ekki getað lifað án hans - nú er kominn nýr bursti og ég var svo spennt
að fá tækifæri til að prófa hann. Ég get ekki ímyndað mér líf án Clarisonic, ég veit að það er
smá dramatískt en það er satt. Húðin mín er svo góð þökk sé burstanum og er ekkert sem gæti
hreinsað hana betur. Þessi bursti hreinsar húðina 11 sinnum betur en við getum með höndunum
og tekur það bara 1 mínútu að hreinsa allt andlitið. Hann er með svokallaðri „smart“ tækni sem
skynjar hvaða burstahaus þú ert með á honum og aðlagar hann stillingarnar sjálfur - það er 
byrjað á enninu í 20 sek, svo 20 sek niður nef og höku og endar á 10 sek á hvorri kinn. Það er
öðruvísi stilling á fyrstu 40 sek og seinustu 20 - en burstinn hreinsar mun meira í byrjun enda
erum við þá að hreinsa t-svæðið.

Í pakkanum er burstinn sjálfur, haus fyrir andlit, haus fyrir líkama (sem ég prófaði fyrst í gær
og vá hvað hann hreinsaði vel, ég fann allar dauðu húðfrumurnar detta af), líkamsskrúbbur,
andlitshreinsir og hleðslutæki. Þetta er algjör fjárfesting að mínu mati en þetta er eitthvað
sem ég ætla að eiga mér í langan tíma - ég mæli klárlega með nýja burstanum og er hann á
20% afslætti í verslunum Hagkaupa í augnablikinu. Ekki láta þetta framhjá þér fara, ég lofa
að þetta mun breyta húðinni þinni 



SHARE:

No comments

Post a Comment

xoxo

Blogger Template Created by pipdig