Eins og þið vitið eflaust þá elska ég að versla á netinu - ég fæ rosalega margar spurningar um hvar
mér finnst best að versla, hvað ég þarf að borga mikinn í toll og þess háttar. Ég ákvað að skella bara
í eina færslu þar sem ég deili með ykkur því sem er á óskalistanum hjá mér í augnablikinu frá tveimur
verslunum sem ég panta mikið hjá og hvernig það er að panta þaðan.
ASOS // Byrjum á uppáhaldinu mínu, en það er Asos. Ég panta mjög mikið þaðan og er alltaf
mjög ánægð. Það eru mjög mörg merki þarna inn á svo allir ættu að finna sér eitthvað - það er
hægt að panta sér föt, skó, töskur, aukahluti og jafnvel snyrtivörur. Ég panta voða mikið frá
Asos merkinu sjálfu en svo er hægt að finna önnur merki eins og Missguided, Boohoo og River
Island. Það er frí sending ef þú pantar fyrir meira en $40, annars kostar hún eitthvað smotterí.
Þegar þú pantar þá sérðu hvenær von er á sendingunni (elska það!) og tekur hún um 7-10 daga
að koma. Ég þarf alltaf að borga toll af sendingunni, en hægt er að reikna hversu hár hann er
inn á heimasíðu Tollsins. Eftir áramót verður tollur á fatnað og skó afnuminn svo það eru
mjög góðar fréttir fyrir ykkur sem pantið mikið erlendis, ég er allavegana mjög ánægð með
það þar sem mér finnst ég borga alltaf mjög háa upphæð í toll. Þetta eru þær vörur sem eru
ofarlega á óskalistanum mínum frá Asos í augnablikinu (ég er með minn eigin aðgang þar og
nota Saved Items mikið, þar geymi ég allt sem mig langar í - þæginlegt að geyma það allt á
MISSGUIDED // Hin verslunin sem ég nota mikið er Missguided. Þar er að finna mjög gott
úrval af fallegum kjólum og fötum. Ég hef aldrei borgað fyrir sendingu þar sem hún er frí og
það tekur pöntunina vanalega rúma viku að koma. Ég borga líka alltaf toll þegar ég panta af
Missguided en hann mun auðvitað lækka vegna afnámsins. Eina sem mér finnst leiðinlegt við
að panta af Missguided er að sendingin kemur ekki á pósthús eins og Asos sendingarnar heldur
notar Missguided DHL til að senda. Það þýðir að DHL mun hringja þegar sendingin er komin
og koma með hana heim. Það hljómar kannski vel en þau hringja alltaf á verstu tímum þegar
enginn er heima og það kostar aðeins meira ef sendingin kemur frá þeim. Mér finnst þæginlegra
að hafa þann kost að sækja pakkann minn á pósthúsið þegar mér hentar. Hér fyrir ofan eru
Ég vona að þetta hafi hjálpað ykkur aðeins, en ef eitthvað er óljóst endilega spurjið þá í
commentum! Stærðirnar hjá báðum verslunum eru venjulegar en það fer eftir merkjum hjá
Asos - til að bera saman nota ég UK 8/10 í báðum verslunum. Það fer eftir því hvað ég er að
panta hvaða stærð ég tek, til dæmis ef ég er að panta mér peysu þá tek ég UK 10 til að hafa
hana aðeins stærri og ef ég er að panta mér kjól þá tek ég UK 8.
I wanted to share some of my current wishes from two of my all time favorite online
stores that I use a lot, Asos and Missguided. I put together some items that I am craving
and wrote some if my online shopping tips when it comes to ordering to Iceland (we
have to pay tax and vat..). If you are interested you can use Google Translate. I am
No comments
Post a Comment
xoxo