13.1.16

CURRENT SKIN CARE ROUTINE

CLINIQUE redness solution soothing cleanser - naturally gentle eye makeup remover - mild clarifying lotion

Húðumhirða er mér mjög mikilvæg og þess vegna langar mig að deila með ykkur þeim vörum
sem ég er að nota í augnablikinu. Ég hef prófað margar vörur frá mörgun mismunandi merkjum
en vörurnar frá Clinique hafa alltaf reynst mér mjög vel. Ég er með frekar viðkvæma og þurra 
húð og legg mikla áherslu á að hugsa vel um hana. Þessar þrjár vörur frá Clinique eru orðnar
uppáhalds vörurnar mínar þegar það kemur að húðumhirðu í augnablikinu. Ég ætla að fara með
ykkur í gegnum rútínuna mína:

1. Ég byrja á því að hreinsa yfirborð húðarinnar með hreinsivatni frá Garnier.

2. Næst tek ég af augnfarðann með Naturally Gentle Eye Makeup Remover.
Þessi vara er æðisleg og pirrar ekki augun mín eins og margir hreinsar gera,
ég nudda vörunni yfir augun og skola með vatni. Hann hreinsar mjög vel
og ég næ öllu af mér með einni umferð. 

3. Næst þríf ég húðina með Soothing Cleanser úr Redness Solution línunni. 
Þessi hreinsir hentar mér mjög vel þar sem ég er þurr og á það til að verða
smá rauð í kringum nef og munn. 

4. Næst set ég Mild Clarifying Lotion í bómul og fer yfir andlitið. Þessi vara
skrúbbar andlitið létt og tekur allar dauðu húðfrumurnar í burtu ásamt því að
gera húðina silkimjúka.

5. Seinasta skrefið er að setja gott rakakrem á mig, ég er að nota Ultra Repair
Cream frá First Aid Beauty.

Ég byrjaði að nota þessar vörur í vetur og björguðu þær húðinni minni, enda verður hún
mjög leiðinleg og þurr í kuldanum. Það er líka kostur að vörurnar frá Clinique eru allar
ofnæmisprófaðar og ættu því að fara vel í alla. Ég mæli með 


Today I am talking about my current skin care routines. To read in English, please use
Google Translate. Hugs SHARE:

No comments

Post a Comment

xoxo

Blogger Template Created by pipdig