5.9.15

INSTAGRAM DIARIES

Ein selfie með nýju sólgleraugun mín frá Quay Australia sem fást á
Day Off - í miklu uppáhaldi hjá mér.

Og önnur selfie - þarna er ég í New York á leiðinni heim
eftir vel heppnað stopp þar.

Ég kom heim með smá frá Céline, en í kassanum leyndust
Baby Audrey sólgleraugun - ég bloggaði um þau HÉR

HOME - þarna glittir í nýju Zöru kápuna mína sem er
strax orðin uppáhalds kápan mín.

Ég kíkti til Seattle en ég hef komið samtals 8x á flugvöllinn þar svo
það var kominn tími til að sjá borgina. Ég rölti á markaðinn fræga og
varð ekki fyrir vonbrigðum.

Ég sé mest eftir því að hafa ekki tekið með mér fersk ber heim, en
það er alltaf næsta skipti.

Ég fór svo aðeins í Barneys að skoða og máta nokkur Céline 
gleraugu, þau sem mig langaði í næst (í miðjunni í 3. röð) voru
aðeins of stór fyrir andlitið mitt, svekk ferðarinnar.

Ég tók þó með mér blóm heim frá bóndamarkaðinum, það var smá
bras að koma þeim fyrir í fluginu á leiðinni heim en virkaði! 

Ef það væri enn sumar og gott veður myndi ég klæðast þessu
dressi - buxurnar eru nýjar frá Vila og bolurinn er frá Asos.

Er svo skotin í nýju körfunni minni frá Söstrene Grene og nýja
púðanum mínum frá Intería.

Ok, þriðja selfiein í einni færslu, en ok! Þarna var ég á leiðinni á sushidate
með nokkrum yndislegum - ég fór smá út fyrir þægindarammann minn
og var með nýjan varalit frá Too Faced sem heitir Melted Fig. Ég er vön
að vera bara með nude varir, gaman að breyta aðeins til.

Og fjórða og jafnframt seinasta selfie, lofa! Ég tók smá
áhættu og klippti mig stutthærða en ég gjörsamlega
ELSKA hárið á mér núna. Miklu þæginlegra!

Ég kíkti svo til Boston í sólahringstopp, það var yndislegt!
Ég rölti Newbury Street í hitanum og fékk mér gott að borða.

Eftir nokkra rigningadaga kom sólin út og þá stökk ég
út að taka outfit myndir.

Svo var ferðinni heitið til New York í annað sólahringstopp.
Veðrið var æðislegt og ég rölti um borgina með bros á vör
allan tímann!

Fór meðal annars í & Other Stories í Soho og keypti mér
þar yndislegan ullartrefil sem verður mikið notaður í vetur.

Endum þetta svo á nýja gallakjólnum mínum frá Vila sem 
ég sagði ykkur frá í seinustu færslu, algjörlega nýtt uppáhald.

Halló halló og gleðilegan laugardag! Ég er í fríi í dag og ætla að njóta þess í botn með því
að vera aðeins í leti áður en ég eyði kvöldinu mínu með fjölskyldunni. Mig langaði að deila
með ykkur nokkrum myndum frá seinustu dögum samkvæmt Instagraminu mínu en það
var nóg um að vera! Ég flakkaði ansi mikið í seinasta mánuði en ég heimsótti Seattle tvisvar
sinnum, svo fór ég til Boston og New York allt í sömu vikunni. Það var erfitt en alveg hreint
yndislegt. Nú verður aðeins rólegra hjá mér en seinasti vinnudagurinn minn er á morgun og
svo er skólinn byrjaður á fullu. Ég er þó frekar spennt fyrir haustinu þar sem ég hef aðeins
meiri tíma þá til að sinna blogginu og taka fallegar myndir - svo er auðvitað mjög spennandi
utanlandsferð að bresta á. Hlakka til að deila því með ykkur, eigið góðan dag x

 ___________________________________________

Hello and happy Saturday! I have the day off today and am going to be lazy for a while
until I will spend my evening with my family. I wanted to share some pictures with you
from the last couple of weeks from my Instagram. I travelled quite a lot last month but 
I went to Seattle twice and then went to Boston and New York all in the same week. It 
was kind of hard but so much fun. Now things will be a bit more relaxed since tomorrow
is my last day of work and school is starting. I am really excited for fall since I have more
time to work on the blog and take beautiful pictures - then I am going to France and I am
so excited. Can't wait to share that with you, have a good day everyone x


SHARE:

No comments

Post a Comment

xoxo

Blogger Template Created by pipdig