18.8.15

MY 5 FAVORITE BLOGGERS

1. Eirín Kristiansen
Hin norska Eirín er uppáhalds bloggarinn minn í augnablikinu. Hún er með ótrúlega fallegann og 
einfaldan stíl, bæði þegar það kemur að fatavali og heimilinu. Ég fyllist af innblæstri í hvert einasta
skipti sem ég heimsæki bloggið hennar en þú finnur það HÉR.

2. Angelica Blick
Ég þarf varla að kynna næsta bloggara en Angelica Blick er einn vinsælasti bloggari Skandinavíu. Ég
elska hvað stíllinn hennar er fjölbreyttur og hún getur klæðst gjörsamlega öllu - svo er hún líka bara
sjúklega sæt. Þú finnur bloggið hennar HÉR.

3. Kenza Zouiten
Annar bloggari sem ég þarf varla að kynna. Ég er búin að fylgjast með blogginu hennar Kenzu
í um 5 ár, eða síðan ég var í menntaskóla. Hún er fáranlega sæt, með flottan fatastíl og er með
góðan húmor fyrir sjálfri sér. Mæli með blogginu hennar en þú finnur það HÉR.

4. Lisa Olsson
Þriðji sænski bloggarinn í röð, Lisa Olsson er búin að vera uppáhaldið mitt mjög lengi. Hún er
með svo einfaldan og töff stíl og allar myndirnar hennar eru gullfallegar. Þú finnur bloggið
hennar HÉR

5. Cath In The City
Seinasti bloggarinn er Cath frá Noregi, hún er nýleg á listanum en ég hef ekki fýlað
hana almennilega áður. Núna finnst mér hún ótrúlega fín en hún er með mjög
sætann og stelpulegan stíl sem ég fýla. Svo er hún líka að gefa út bók og er góð
vinkona hennar Eirín - þú finnur bloggið hennar HÉR.


Halló - í dag er ég að gera dálítið öðruvísi hér á blogginu en vanalega. Ég fékk spurningu um
daginn í gegnum Snapchat (ég er þar undir @alexsandrabernh) um að segja frá uppáhalds
bloggurunum mínum. Mér fannst þetta mjög skemmtileg spurning og ég ákvað að skella í
eina færslu um uppáhalds bloggarana mína til að deila með ykkur frekar en að svara bara
spurningunni á Snapchat. 

Ég hef mjög gaman af tískubloggum og fæ ég mjög mikinn innblástur frá öðrum bloggurum.
Þeir bloggarar sem ég skoða helst eru frá Skandinavíu, en ég hef ekki lengur mjög gaman af
bandarískum tískubloggurum þar sem mér finnst mun erfiðara að "tengjast" þeim heldur en
skandinavísku bloggurunum. Þetta hljómar kannski mjög spes fyrir sumum en eftir að hafa
skoðað bloggin hjá þessum stelpum í mörg ár kynnist maður þeim óbeint og þess háttar. Hér
fyrir ofan eru þeir 5 bloggarar sem eru í rosalega miklu uppáhaldi hjá mér í augnablikinu.
Ég fæ rosalega mikinn innblástur frá þessum stelpum og fæ oft margar hugmyndir af færslum
þegar ég skoða bloggin þeirra - vona að þið hafið gaman af x

___________________________________________

Hello - today I am doing something very different here on the blog. I got a question
a few days ago on Snapchat (you can find me there under @alexsandrabernh) to
share my favorite bloggers with you. Instead of just answering it on Snapchat I
decided that it would be fun to make a post featuring my 5 favorite bloggers at
the moment. 

I love fashion blogs and I usually get most of my inspiration from other bloggers.
I usually just read Scandinavian fashion blogs since I find it easier to relate to
Scandinavian bloggers rather than US bloggers. After reading these blogs for many
years you kind of get to know the person behind it and connect with them in some
way. Hope you enjoy x



SHARE:

No comments

Post a Comment

xoxo

Blogger Template Created by pipdig