24.7.15

INSTAGRAM DIARIES

FALLEGIR LITIR - FANN ÞENNAN KJÓL Í H&M UM DAGINN OG ELSKA
LITINN Á HONUM, ÉG ER EKKI MIKIÐ FYRIR LITI EN ÞESSI ER Í MIKLU
UPPÁHALDI HJÁ MÉR ÁSAMT MOSAGRÆNUM.

ÉG SKRAPP TIL EDMONTON YFIR HELGI UM DAGINN, ÉG VISSI EKKI VIÐ
HVERJU ÉG ÁTTI AÐ BÚAST EN BORGIN KOM MÉR SKEMMTILEGA Á
ÓVART. ÞETTA FALLEGA HÓTEL VAR VIÐ HLIÐINA Á MÍNU OG ER
EKKERT SMÁ FALLEGT.

SUMARDRESS - EITT AF MÍNUM UPPÁHALDS Í SUMAR. ÞAÐ ER SVO
YNDISLEGT AÐ GETA VERIÐ BERLEGGJA Á ÍSLANDI.

EIN NAUÐSYNLEG SPEGLAMYND ÁÐUR EN ÚT ER HALDIÐ.

OK, SEINASTA MYNDIN AF ÞESSU OUTFITI - ÉG LOFA! ÞÚ GETUR
SÉÐ OUTFIT FÆRSLUNA HÉR.

FALLEG BLÓM SEM FEGRA HEIMILIÐ.

OOG NÝJIR SKÓR, NÆLDI MÉR Í ÞESSA Á ÚTSÖLUNNI Í BIANCO.

SKRAPP SVO TIL TORONTO - ÓTRÚLEGA FALLEG OG SKEMMTILEG
BORG. VÆRI ALVEG TIL Í AÐ KÍKJA ÞANGAÐ AFTUR EINN DAGINN.
ÞETTA ER ÚTSÝNIÐ AF HÓTELHERBERGINU MÍNU, EKKI SLÆMT!

GÖMUL MYND FRÁ SEINUSTU NYC FERÐ MEÐ MÖMMU, FYRSTA
HEIMSÓKNIN Í CENTRAL PARK OG EKKI SÚ SEINASTA. ÞAÐ VAR
SVO FALLEGT AÐ SJÁ ALLAR BYGGINGARNAR FRÁ GARÐINUM.

NÝR SPEGILL ÚR SÖSTRENE GRENE FÉKK AÐ KOMA MEÐ MÉR HEIM
UM DAGINN - EFTIR MIKLAR VANGAVELTUR FÉKK HANN AÐ FARA 
FYRIR OFAN KOMMÓÐUNA INN Í SVEFNHERBERGI. 


Halló - hér er smá myndasprengja frá seinustu dögum. Sumarið er búið að vera of
fljótt að líða og ég trúi því eiginlega ekki að Júlí sé að klárast - það þýðir bara eitt, 
það styttist í að sumarvinnan klárist og að skólinn byrjar aftur. Mig langar helst ekki
að hætta að vinna en sem betur fer er bara eitt ár eftir af skólanum hjá mér - alveg
hreint ótrúlegt hvað tíminn líður. 

Ykkur er auðvitað velkomið að fylgja mér á Instagram en þið finnið mig þar undir
notendanafninu @alexsandrab - ég verð dugleg þar um helgina þar sem ég er að
fara erlendis. Sama gildir um Snapchat, það er opið fyrir alla og þið finnið mig þar
undir @alexsandrabernh x

_________________________________

Hello everyone - here are some snaps from the last couple of days. Summer has
gone by way to fast and I can't believe that July is almost over - that just means
one thing, one month left of my summer job and school starts again soon. I kind
of don't want the summer to end but I only have one year left of school - it's so
amazing how time flies sometimes.

You are more than welcome to follow me on Instagram but you will find me
there under @alexsandrab - I will post a lot on there this weekend since I am
going abroad. Same goes for Snapchat, I have that open for everyone and you
can find me there under @alexsandraberh x


SHARE:

No comments

Post a Comment

xoxo

Blogger Template Created by pipdig