23.7.15

25 THINGS ABOUT MESeinustu svona færslur hafa fengið ótrúlega góð viðbrögð og því ákvað ég að skella í nýja
þar sem ég deili með ykkur 25 hlutum um mig - ég veit ekki með ykkur en mér finnst alltaf
betra að kynnast þeim bloggurum sem ég fylgist með aðeins betur og ég vona að þið hafið
gaman að! Ykkur er svo alltaf velkomið að spyrja spurningar í athugasemdum x

1. Ég er ótrúlega feimin og það kemur mörgum á óvart að ég sé með þetta blogg.
Ég er samt andstæðan við feimin eftir að ég kynnist fólki og ég hef alltaf verið
mjög hógvær varðandi bloggið mitt.

2. Ég á bestu fjölskyldu í heimi - þó svo að foreldrar mínir hættu saman þegar
ég var 2 ára er ennþá svo gott á milli þeirra og er ég ævinlega þakklát fyrir það.

3. Ég er svo heppin að vera með bestu og skemmtilegustu vinnu í heimi.

4. Mig langar ótrúlega í pug hund eða lítið bleikt svín. Ég er þó með ofnæmi
fyrir öllum loðnum dýrum.

5. Ég get ekki sleppt því að vera með naglalakk. Ég skipti líka um naglalakk
um 3-4 sinnum í viku vegna þess að ég enda alltaf á því að kroppa það af mér.

6. Mig langar í stóra fjölskyldu og ekki minna en 3 börn.

7. Ég er búin að ákveða hvað ég ætla að skíra dóttur mína ef ég eignast eina,
en ég held að ég eigi eftir að enda með nokkra stráka. 

8. Ég er með æði fyrir kertum, blómum og teppum. Ég á 5 teppi heima sem er
fáranlegt, hver þarf að eiga 5 teppi?

9. Ég er algjör letingi og hef ekki stigið fæti inn í líkamsræktarstöð í yfir 3 ár.
Ég fer helst bara út að labba, en þá í mesta lagi 1x í mánuði.

10. Ég elska mat og að borða. Uppáhalds maturinn minn í augnablikinu er sushi
og gæti ég borðað það alla daga - ég borða samt ekki mikið hrátt og því segir Níels
kærastinn minn að ég sé í raun ekki að borða sushi. Uppáhalds sushi-ið mitt er 
Maki Tempura á Sushi Train og Surf n Turf rúllan á Sushi Samba.

11. Áður en ég byrjaði með kærastanum mínum var ég ekki hrifin af nautasteik,
humri eða fínum mat. Núna elska ég nautasteik (því hrárri því betra).

12. Ég er ótrúlega myrkfælin, en ekki heima hjá mér. Þegar ég er í stoppi erlendis
gisti ég ein á hótelherbergi sem er eitt það erfiðasta sem ég geri, en ég sef alltaf með
kveikt ljós eða kveikt á sjónvarpinu.

13. Mig langaði alltaf að verða skurðlæknir en ég er ótrúlega viðkvæm fyrir blóði og
öllu sem fylgir. 

14. Ég sef alltaf í slopp, ekki náttfötum. 

15. Fyrir nokkrum árum var ég ótrúlega flughrædd - í dag starfa ég sem flugfreyja.

16. Mér finnst ekkert rosalega gaman að fara í bað - ég vel frekar sturtu yfir bað og
ég hef aldrei farið í bað í íbúðinni minni, ég hef búið hér í næstum 2 ár.

17. Ég þarf að hafa hlutina á ákveðnum stað inni í ísskáp. Ef kærastinn minn raðar
inn í ísskáp eftir að við komum heim úr búðinni þarf ég vanalega að laga það.

18. Ég get ekki farið að sofa nema ég sé búin að laga til koddana og teppið í sófanum.

19. Ég er ekki hrifin af ís (sorry Íslendingar) - en uppáhalds ísinn minn er Magnum
Double eða Magnum Almond.  

20. Ég hata að fara í sund - þess vegna geri ég það örsjaldan.

21. Ég er ótrúlega hrædd við hesta.

22. Uppáhalds þættirnir mínir eru Entourage, Friends og Pretty Litte Liars. Mig 
langar samt ekki að vita hversu miklum hluta ævi minnar ég hef eytt í þetta PLL
dæmi, mig langar alveg að vita hver A er... plís!

23. Ég er ekki mikið fyrir að vera í sólbaði, ljósum né að bera á mig brúnkukrem. 
Ég er með ótrúlega ljósa húð og finnst það bara í lagi. Skil stundum ekki þessa
þráhyggju að vera brúnn.

24. Áður en ég byrjaði sem flugfreyja gat ég ekki verið með varalit eða gloss, núna
finnst mér ég vera nakin án þess.

25. Ég er haldin eitthverri skrýtinni þráhyggju - ég elska Stokkhólm. Ég hef samt
aldrei komið þangað en ég bara elska allt við Svíþjóð. Kannski er það því ég les of
mikið af sænskum tískubloggum, en svo elska ég líka bara tungumálið. Köttbullar
og Vitt Vin - gerist ekki betra! Det ar bra.

_________________________________

As fact #9 says, I am super lazy so if you want to read these 25 things about me, please
use Google Translate. I am too tired to translate and the post would be super long if I
did, hope that is OK! Hugs xSHARE:

No comments

Post a Comment

xoxo

Blogger Template Created by pipdig