21.7.15

HOME: LILLIES

H&M HOME vase     IITTALA candle holders

Góðan dag - fersk blóm gera allt svo mikið fallegra! Ég keypti þessar liljur um daginn og
það kom mér á óvart hversu lengi þær endast - liljur eru í miklu uppáhaldi hjá mér en eina
sem angrar mig við þær er lyktin af þeim, hún er ekki rosalega góð. Þess vegna klippi ég
alltaf þetta brúna sem vex innan í þeim úr þar sem það minnkar lyktina - en ég læt mig
hafa það þar sem þær eru svo fallegar. Vasinn undir þær er úr H&M Home og ein bestu
kaup mín þaðan.

Ég er í fríi í dag og er bara heima við - ég lenti í því í gærkvöldi að fá svakalegt ofnæmi eða
eitthvað óþol fyrir nýjum augnfarðahreinsi svo ég sit upp í sófa með stokkbólgin og rauð
augu. Þannig ég mæli ekki með Pro Eye Makeup Remover frá MAC, bara alls ekki! Ég 
vona að þið njótið dagsins ykkar, þangað til næst x

_________________________________

Good morning everyone - I love how fresh flowers make everything so much more
beautiful. I got these lilies the other day and was surprised by how long they lasted.
Lilies are one of my favorite flowers but the only thing about them that bothers me
is how bad they smell - I always cut the brown part off to get rid of the smell. The vase
is from H&M Home and is one of my favorite purchases from there.

I have the day off today and was going to shoot an outfit post but last night I got
some sort of allergic reaction to a new eye makeup remover from MAC so my eyes
are swollen and red - so I do not recommend the Pro Eye Makeup Remover from 
them, just horrible! I will take it easy today - hope you have a good day! Hugs xSHARE:

No comments

Post a Comment

xoxo

Blogger Template Created by pipdig