25.6.15

HOME: PINK PEONIES

H&M HOME vase and candles     EBAY fluffy pillows     H&M HOME pink pillow     HAY tray table

Ah, sjáið þessa fegurð - það er allt miklu fallegra þegar maður er með fersk blóm heima við,
eruð þið ekki sammála? Í fyrra var ég stödd í London í byrjun sumars og ég fann þar bleikar
bóndarósir seinasta daginn okkar. Ég hef lengi verið hrifin af bóndarósum og því tók ég þær
með mér heim í handfarangri. Ég vissi ekki betur því nokkrum dögum seinna komst ég að því
að bóndarósir eru seldar hér heima í byrjun sumars, mér til mikillar ánægju. Ég fór því í smá
leiðangur um daginn í Blómagallerí í Vestubænum og fékk mér nokkrar bleikar bóndarósir.
Þær eru alveg uppáhalds - vasinn undir þær er úr H&M Home og kertin eru ný frá sömu 
búð. Ef þið hafið ekki kíkt í H&M Home þá get ég ekki mælt nóg með henni - hún er æði
og liggur leið mín í hana um helgina.

Hafið það gott í dag - ég ætla að eyða deginum mínum í Spa og slaka aðeins á x


// Everything is just so much more beautiful when you have fresh flowers around, don't
you agree? I picked up these gorgeous pink peonies the other day here in Reykjavík.
The vase is from H&M Home and the candles as well - if you haven't visited the home
section at H&M you really should. It has the most amazing selection - I am going this
weekend x



SHARE:

2 comments

xoxo

Blogger Template Created by pipdig