27.6.15

BEAUTY: DIOR NUDE AIR

DIOR nude air serum de teint foundation in 010

Halló - í dag ætla ég að segja ykkur aðeins frá nýjung í snyrtitöskunni minni en það er Nude 
Air farðinn frá Dior. Eins og ég fjallaði um fyrir nokkrum vikum þá var ég að leita mér af hinum
fullkomna farða fyrir vinnuna - ég er að vinna langa daga og loftið um borð er auðvitað ekki það
besta fyrir húðina. Mig langaði í léttan farða sem gefur fallega áferð og endist allan daginn. Ég
var búin að prófa nokkra en var ekki alveg fullkomnlega sátt með þá og mér fannst BB krem ekki
duga nægilega vel. Eftir að hafa lesið nokkrar umsagnir á netinu um Dior Nude Air farðann ákvað
ég að prófa hann næst.

Eins og með aðrar snyrtivörur þá tekur það alltaf smá tíma að læra á vörurnar og fyrst þegar ég
prófaði þennan farða fannst mér hann alveg allt í lagi en varð ekki ástfangin af honum eins og ég
var að vonast eftir. Eftir að hafa notað hann nokkrum sinnum og lært á hann - VÁ! Ég get núna 
sagt að þetta er besti farði sem ég hef nokkurn tíman prófað. Farðinn er vatnskenndur og er því
ótrúlega léttur en aftur á móti gefur hann fallega og þétta áferð. Hann er mattur en ólíkt öðrum
möttum förðum finnst mér hann gefa mjög náttúrulega áferð og ég finn ekkert fyrir farðanum á
húðinni sem er algjör kostur. Ég hef notað hann núna í vinnunni í Júní og hann helst mjög vel á.
Eina sem ég hef að setja út á er að ef ég er mjög þurr þá sest hann á þurrkublettina mína en ég er
þá bara búin að vera mjög dugleg að skrúbba húðina mína og nota gott rakakrem á hana til að
koma í veg fyrir það. 

Ég tók farðann í litnum 010 en það er gott að hafa í huga að hann oxast aðeins sem þýðir að
hann verður aðeins dekkri eftir að hann er settur á húðina - liturinn hentar mér mjög vel og
ef þú ert ljós eins og ég þá mæli ég með honum x

// Hello - Today I am going to review the Dior Nude Air Serum foundation that I recently
got. A few weeks ago I was looking for a foundation that I could wear at work and since I
work very long hours and am on a plane all the time I wanted a foundation that lasted the
whole day and gave me a nice finish but that was lightweight as well. I really love this one!
It's light, gives a nice and natural finish and lasts all day - the only flaw is that when I am dry
it sits on my dry patches but I just scrub my skin every now and then and make sure to put
on a good moisturiser before applying the foundation. I took the colour 010 and I recommend
it for anyone who is light like me xVaran sem fjallað er um í þessari færslu var send sem sýnishorn.
Skoðanir sem koma fram í færslunni eru mínar eigin.
SHARE:

No comments

Post a Comment

xoxo

Blogger Template Created by pipdig