15.5.15

HOME INSPIRATION

PICTURES FROM PINTEREST - FIND ME THERE HERE

Um daginn komst ég í ákveðinn gír og fékk ég löngun í að taka alla íbúðina í gegn - þrífa hana hátt
og lágt og skipuleggja. Ég er búin að vera nokkuð sátt með hana núna í allan vetur en á þessum tíma
árs kítlar mig alltaf í puttana og langar að gera eitthvað. Í augnablikinu langar mig mjög að klára
aukaherbergið okkar - en við höfum aldrei gefið okkur almennilegan tíma í það. Þar inni er stór
fataskápur sem geymir fötin okkar og ýmislegt annað dót og svo er kærastinn minn með tölvuna
sína þar og fiskabúr. Já, ég sagði fiskabúr - ég get ekki sagt að það sé í miklu uppáhaldi hjá mér.
Ásamt því að laga aukaherbergið langar mig í nýjan skenk undir sjónvarpið og hengja það upp á
vegg, mig langar að setja nýtt parket og taka baðherbergið í gegn.  

Baðherbergið er eitthvað sem okkur er búið að langa að gera upp síðan við fluttum inn en ég vona
svo innilega að við komumst í það í sumar - það er pínkulítið og ekki mikið um geymslupláss þar
sem þarf að breytast. Mig langar að rífa baðkarið út, flísaleggja upp á nýtt, setja sturtu (er mjög
hrifin af sturtunni á myndinni fyrir ofan) og litla sæta innréttingu með skúffum til að geyma dót.
Þá get ég vonandi haft allt snyrtidótið mitt á sama stað en ekki út um alla íbúð - við sjáum hvernig
það fer en ég get þó byrjað á því að skipta út sjónvarpsskenkinum okkar x


// The other day I felt so inspired to change up some things in our apartment. I have been really
happy with it all winter long but this time of year I always love to do something new and change
things up. I really want to finish our spare bedroom, we really haven't done anything there and I
still have to hang curtains there and organise some stuff. We have a big wardrobe there and my
boyfriend has both his computer there and his fish tank - yes, I said fish tank. I can't really say
that it's my favourite thing in the entire world. I also want new flooring and to redo our bathroom.
We will see what will happen this summer x


SHARE:

No comments

Post a Comment

xoxo

Blogger Template Created by pipdig