14.5.15

NEW IN: VERO MODA TRENCH + TOP


Hjálp - vill eitthver stoppa mig?! Ég er búin að vera frekar dugleg að bæta við nýjum flíkum í
fataskápinn minn fyrir sumarið og ég bætti tveimur flíkum við um daginn. Ég var á leiðinni í
klippingu og hafði smá tíma til að drepa svo ég kíkti aðeins í Kringluna. Ég var búin að sjá 
þennan jakka á Facebook hjá Vero Moda og langaði að fara að skoða hann aðeins betur. Ég
á fyrir einn svartann trenchcoat og þar sem ég nota hann mjög mikið langaði mig í aðeins
ljósari lit fyrir sumarið. Ég er alveg í skýjunum með kaupin og veit að þessi verður mikið
notaður í sumar - ég sé hann fyrir mér við hvítar gallabuxur, hvítann bol og hvíta Converse
skó og jafnvel bara yfir léttan kjól ef veðrið leyfir. Ég keypti hann þegar Kringlukastið var
og fékk hann því á 8.990 kr en fullt verð á honum eru 11.990 og hann kemur í fleiri litum xÉg ætlaði ekki að taka neitt annað með mér heim en á leiðinni á kassann tók ég eftir þessum hvíta
bol og hann fékk að lúmskast með. Ég gjörsamlega féll fyrir honum þegar ég snéri honum við og
sá bakið á honum - það brýtur aðeins upp einfaldleikann. Hann er gegnsær og er því fullkominn
fyrir sumarið yfir blúnduhaldara og svo við stuttbuxur eða pils. Ég elska hvað hann er léttur og smá
oversized (tók hann einni stærð ofar en ég geri vanalega). Hann var á 5.990 kr!

Eigið gott kvöld! Við vorum að borða á okkur gat af sushi og ætlum að eyða kvöldinu okkar
undir teppi að horfa á mynd x


// The other day I had some free time before I went to get my hair done so I went to Vero 
Moda to take a look at this jacket that I had seen online. I already have a black trench that
I use all the time so I wanted a lighter one for the summer. I absolutely love the pastel pink
colour and know that I will be using it a lot this summer - I can imagine wearing it with white
jeans, a white top and a pair of white Converse and also just over a dress if the weather is good.
I also picked up this light see-through top - it is perfect for the summer over a lace bralette
and with a pair of shorts. I got it in a size M so it would be a little oversized.

Enjoy your night - we just ate sushi and next up is lying on the couch watching TV x


SHARE:

No comments

Post a Comment

xoxo

Blogger Template Created by pipdig