Ég tók mér góða pásu frá lærdómnum í hádeginu í gær og skrapp í smá partý á vegum Essie. Eins og
flest ykkar vita þá eru Essie naglalökkin loksins komin til landsins og ég var svo ótrúlega spennt
þegar ég frétti það. Ég hef notað Essie í nokkur ár og var alltaf að panta lökkin mín að utan - það
er svo æðislegt að þurfa ekki að panta sér á netinu lengur og getað séð lökkin með berum augum
áður en maður kaupir sér þau. Áður fyrr var ég alltaf að leita að myndum af þeim á netinu og svo
var svo leiðinlegt að þurfa að bíða í nokkrar vikur eftir að fá lökkin í hendurnar.
Þetta var alveg æðislegt og gaman að njóta sín aðeins með góðum vinkonum. Við vorum svo
auðvitað leystar út með gjafapoka með fullt af fallegum Essie vörum sem var nú ekki leiðinlegt.
Nú tekur við lærdómur aftur, en það er bara eitt próf eftir og svo kemst ég í smá sumarfrí x
// Yesterday I went to a launch party for the Essie nail polishes that are finally available here
in Iceland. I have been using Essie polishes for a couple of years now and I am so glad that
I don't have to order mine off eBay anymore x
Nei að sjá vinkonurnar! Ánægðar með Essie :)
ReplyDelete