9.5.15

INSTAGRAM DIARIES

ÞEGAR VIÐ VORUM NÝBÚIN AÐ SETJA HILLURNAR UPP INNI Í SVEFNHERBERGI
HJÁ OKKUR, KEMUR SVO VEL ÚT OG ER ÉG ENNÞÁ SVO ÁNÆGÐ MEÐ ÞÆR. ÞETTA
ERU TVÆR LANGAR RIBBA HILLUR ÚR IKEA - GAMAN AÐ HAFA SVO TÆKIFÆRI TIL
AÐ BREYTA UPPRÖÐUNINNI EF MAÐUR FÆR LEIÐ. FUGLINN SÆTI ER EAMES HOUSE
BIRD OG LJÓSIÐ ER ÚR IKEA ÁSAMT FATASLÁNNI.

SÆTUR SNYRTIVÖRUSTANDUR SEM ÉG FANN Í TIGER, KOSTAÐI EKKI NEMA 900 KR.
ÞAR SEM VIÐ ERUM MEÐ MJÖG TAKMARKAÐ PLÁSS INN Á BAÐI ÞÁ GEYMI ÉG ALLAR
HELSTU SNYRTIVÖRURNAR MÍNAR Í ÞESSU OG ANNARRI HIRSLU.


ÞESSI JAKKI SKO - ÉG GJÖRSAMLEGA ELSKA HANN! EIN AF UPPÁHALDS FLÍKUNUM
MÍNUM. PANTAÐI HANN AF ASOS SEINASTA SUMAR!


ÉG ER SMÁ FÍKN GEGN FALLEGUM BRALETTS - ÞENNAN FANN ÉG Í LINDEX OG ER
HANN ÚR LINDEX x ELLA M LÍNUNNI.


THROWBACK TIL 2012 ÞEGAR VIÐ BJUGGUM Í LA - MÉR LEIÐ SVO VEL ÞAR ÞVÍ
UMHVERFIÐ ER SVO FALLEGT OG ÞAÐ ER EKKI ANNAÐ HÆGT. ÞESSI MYND ER
TEKIN Í BEVERLY HILLS EN ÞAR ERU NOKKRAR SVONA FALLEGAR GÖTUR MEÐ
ENDALAUST AF PÁLMATRJÁM. 


ÞARNA ER ÉG EINMITT Í FALLEGA JAKKANUM FRÁ ASOS - ÞARNA
ER ÉG Á LEIÐ Í SJÖTUGSAFMÆLI HJÁ AFA MÍNUM EN HANN BAUÐ
ALLRI FJÖLSKYLDUNNI ÚT AÐ BORÐA Á ARGENTÍNU, ALVEG HREINT
YNDISLEGT KVÖLD.


MÉR ÞYKIR SVO VÆNT UM ÞESSA - LITLA FRÆNKA MÍN SEM ER 
EKKERT SVO LÍTIL (TEK ÞAÐ FRAM AÐ ÉG ER Í HÆLUM ÞARNA HAHA).
HÚN ER FYRIRSÆTA OG ER ÉG SVO SVOLT AF HENNI, ÉG FÉKK TÁR Í
AUGUN FYRST ÞEGAR ÉG SÁ HANA LABBA Á REYKJAVÍK FASHION FESTIVAL.


ÞAÐ ER ALDREI LEIÐINLEGT AÐ KÍKJA Í VILA OG VERO MODA - ÉG LABBA VOÐA
SJALDAN TÓMHENT ÚT ÞAÐAN.


DRESS DAGSINS: SKYRTA FRÁ VERO MODA, SVARTAR LEGGINGS OG SVARTIR
SLIP ON SNEAKERS FRÁ RIVER ISLAND. EINFALT OG ÞÆGINLEGT EINS OG ÉG VILL
HAFA ÞAÐ.


NÝJAR SNYRTIVÖRUR + NUDE MAGAZINE. ÉG HEF VERIÐ AÐ SKRIFA SMÁ FYRIR
NUDE MAGAZINE OG HLAKKAR MIG TIL NÚNA ÞAR SEM ÉG HEF MEIRI TÍMA TIL
AÐ SKRIFA. FÉKK EINNIG NOKKRAR VÖRUR FRÁ ESTÉE LAUDER OG BARE MINERALS,
KEMUR FÆRSLA UM ÞÆR Í NÆSTU VIKU.


FULLKOMIÐ DRESS - SVÖRT OVERSIZED PEYSA ÚR VILA, HVÍTAR GALLABUXUR
ÚR VILA OG UPPÁHALDS HÆLARNIR MÍNIR FRÁ ASOS.


VINKONUR Í ESSIE PARTÝI - ÞAÐ LEYNDUST ÆÐISLEGAR VÖRUR Í ÞESSUM
POKA, SPENNT AÐ FÁ ÞETTA MERKI TIL LANDSINS.


ÞARNA VAR ÉG Á LEIÐ Á ESSIE EVENTIÐ OG BEINT Í LOKAPRÓF
Í REKSTRARSTJÓRNUN OG PRÓFBÚÐIR.

Halló - hér eru nokkrar myndir frá seinustu vikum. Það er búið að vera brjálað að gera hjá mér en
seinustu fimm vikur hef ég verið á námskeiði fimm daga vikunnar og í lokaprófum í skólanum með
því. Það hefur því verið voða lítill tími til að slaka á eða vinna í blogginu en ég er loksins komin í
sumarfrí og námskeiðið er komið í smá frí þar til í lok mánaðarins. Ég sit bara heima og veit ekkert
hvað ég á að gera, kann ekki að slaka á lengur þar sem lífið hefur verið á milljón undanfarið. 

Næstu dagar fara bara í algjöra afslöppun en ég byrjaði sumarfríið mitt í gær á því að fara út að
borða með nokkrum vinkonum sem var yndislegt! Ykkur er alltaf velkomið að fylgja mér bæði
á Instagram (@alexsandrab) og á Snapchat (@alexsandrabernh) x


// Here are some Instagram snaps from the last couple of weeks. I haven't had any time to relax
or blog since I have been doing my training for a new summer job five days a week for the past
five weeks and having finals at school as well. Yesterday was my last test so I officially have 
some time off for the next two weeks before I start working . The next couple of days will be
spent relaxing and enjoying some time off. You are always welcome to follow me on Instagram
under the username @alexsandrab. I am also on Snapchat under @alexsandrabernh x

SHARE:

No comments

Post a Comment

xoxo

Blogger Template Created by pipdig