30.4.15

BEAUTY: YSL TOUCHE ÉCLAT BLUR

YSL touche éclat blur primer & YSL touche éclat radiant touch

Ég hef aldrei farið leynt með ást mína á Yves Saint Laurent snyrtivörunum og ég var alveg í 
skýjunum um daginn þegar ég fékk að prófa nokkrar nýjar vörur frá merkinu. Ekki nóg með
það að allar umbúðirnar frá merkinu eru gullfallegar þá eru vörurnar sjálfar ótrúlega góðar!

Einn af nýjungunum er Touche Éclat Blur Primer sem er ljómandi farðagrunnur - það sést
ekki nægilega vel á myndunum en hann inniheldur litar gullagnir sem hafa það hlutverk að
endurkasta ljósi og jafna útlit húðarinnar. Ef þið eruð ekki vanar að nota farðagrunn þá á
hann að fara á húðina á eftir rakakreminu og á undan farðanum. Hann undirbýr húðina fyrir
farðann og lætur hann endast allan daginn. Það sem mér finnst þæginlegt við þennan primer
er að hann er með pumpu svo maður fær fullkomið magn - ég nota bara eina pumpu og er
það nóg að mínu mati. Mér finnst best að nota bara hendurnar til að bera hann á en það er
einnig hægt að nota bursta ef ykkur finnst það betra. Eins og nafnið á farðagrunninum gefur
til kynna þá blörrar hann andlitið og gefur manni fallega og mjúka áferð. Stundum nota ég
hann einn og sér ef ég sleppi því að setja á mig farða - og ég hef líka notað hann með vöru
sem heitir Touche Éclat Blur Perfector en ég fékk litla prufu af henni. Það er krem sem verður
að púðri þegar þú berð það á þig og fullkomnar það útlit húðarinnar. Ég verð að næla mér í
það í fullri stærð þegar ég get þar sem þetta er æðisleg vara. Ég fékk einnig gullpennann frá
þeim sem kemur í þessum fallegu "Limited Edition" umbúðum - ég hef skrifað um hann áður
og hef notað hann óspart síðan ég fékk minn fyrsta penna fyrir nokkrum árum. Ég nota hann 
sem highlighter og set hann á kinnbeinin og stundum undir augun til að vera aðeins frískari
þegar ég er þreytt. Hann verður eflaust notaður mikið í sumar þegar ég fer í morgunflug x


// I absolutely love the beauty products from Yves Saint Laurent. Recently I got to try some
of their new products and I absolutely love them. I got the Touche Éclat Blur Primer, a small
sample of the Touche Éclat Blur Perfector and the Radiant Touch pen in this cute limited
edition version. Really recommend these x



SHARE:

No comments

Post a Comment

xoxo

Blogger Template Created by pipdig