Fyrir stuttu kom nýtt vörumerki til landsins sem heitir I love... - merkið einblínir helst á lyktuð
krem og sápur. Ég fékk gjafapoka frá merkinu og hef verið að prófa allar vörurnar í aðeins meira
en mánuð. Hér að ofan sjáið þið tvær vörur sem ég fékk - sú fyrsta er líkamskrúbbur eða "shower
smoothie" með Rasberry&Blackberry lykt. Sú seinni er "shower cream" með Rasberry&Vanilla
lykt. Ég fékk einnig vörur með lyktinni Coconut&Cream og er hún í miklu uppáhaldi hjá mér -
þess vegna gat ég ekki myndað þær vörur því þær eru liggur við að tæmast. Ég er frekar viðkvæm
fyrir sterkum lyktum og því finnst mér Coconut&Cream mun betri en hinar þar sem hún er
örlítið mildari.
Þessar vörur eru æðislegar og ég efast ekki um að þær séu að slá í gegn hjá konum á öllum
aldri. Við elskum flest allar húðdekur og eru þessar vörur fullkomnar fyrir það. Ég hef verið að
leita mér lengi að góðum líkamsskrúbb og þessi uppfyllir allar kröfurnar mínar. Hann er ekki
of grófur, lyktar vel og lætur húðina vera svo mjúka og fína eftir á. Það er svo fullkomið að
nota "shower cream" þegar húðin er extra þurr þar sem kremið er meira rakagefandi.
Vörurnar frá I love... fást í Hagkaup og eru á æðislegu verði, ekki láta þær fram hjá þér fara x
// I have been trying out a couple of products from I love... for the last couple of weeks. It's
a new brand here in Iceland and it's main focus is scented creams and soaps. I absolutely
love these products, they are really good and cheap. Can't go wrong with that x
Vörurnar sem fjallað er um í þessari grein fékk ég sendar sem sýnishorn.
Það hefur þó engin áhrif á skoðun mína.
Elska coconut&cream body lotion! Hann er bestur :)
ReplyDelete