30.5.15

BEAUTY: CURRENT FAVOURITES


Ég veit að ég er alveg að drekkja ykkur í snyrtivörufærslum en þegar það er mikið að gera
þá finnst mér auðveldast að fjalla um snyrtivörur. Ég ætla þó að vera duglegri eftir næstu
viku að skrifa um tísku og outfit svo stay tuned! Mig langaði að deila með ykkur þeim vörum
sem ég hef verið að nota mikið upp á síðkastið þar sem rútínan mín breytist frekar oft. 

Systir mín var í Bandaríkjunum um daginn og auðvitað gat ég ekki sleppt því að panta mér
nokkra hluti af Sephora til hennar. Ég pantaði mér Primer Water frá Smashbox, Brow Wiz
frá Anastasia Beverly Hills í litnum Soft Brown og klassíska bleika Beauty Blenderinn.
Allar þessar vörur hafa verið mikið notaðar síðan ég fékk þær enda eru þær æðislegar, þá
sérstaklega Primer Water. Það er svo frískandi að spreyja því framan í sig á morgnanna og
svo er lyktin af því æðisleg. Ég hef einnig verið að nota Nudes pallettuna frá L.A. Girl mikið
seinustu daga, bæði dagsdaglega og við fínni tilefni - það kemur sér færslan um hana í næstu
viku. Síðast en alls ekki síst er það Nude Air farðinn frá Dior - vá, bara vá! Ég get eiginlega 
ekki líst því hversu æðislegur hann er. Hann er svo léttur en gefur fallega og þétta áferð sem
helst á lengi, en meira um hann síðar. 

Hvaða vörur eru í uppáhaldi hjá ykkur í augnablikinu? Ég er á leiðinni til Bandaríkjanna 
næstu helgi og væri alveg til í smá hugmyndir af vörum sem eru must have x


// Here are some of my current favourite beauty products! I have been using these for the
last couple of weeks and really love them - especially the Primer Water from Smashbox.
It is so refreshing spraying it on your face early in the morning plus it smells so good. I
also have been loving the new foundation by Dior - so light and perfect for the summer x


SHARE:

No comments

Post a Comment

xoxo

Blogger Template Created by pipdig