21.5.15

BEAUTY: ESTÉE LAUDER DOUBLE WEAR

ESTÉE LAUDER brush on glow     ESTÉE LAUDER all-day-glow bb cream     ESTÉE LAUDER stay-in-place makeup

Nýlega fékk ég tækifæri til að prófa nokkrar vörur úr Double Wear línunni frá Estée Lauder. Ég er
búin að vera að leita mér að góðum farða til að nota í vinnunni í sumar og þar sem ég verð að fljúga
þarf hann að endast lengi og gefa fallega áferð. Ég fékk nokkra farða til að prófa og var einn af þeim
Double Wear Stay-In-Place farðinn frá Estée Lauder. Hann er auglýstur sem lýtalaus farði sem helst
á í 15 tíma og heldur húðinni ferskri og náttúrulegri í gegnum hita, raka og daga sem þú ert á fullum
snúning. Það tók ekki meira en það til að selja mér hann. Ég hef notað hann núna nokkrum sinnum
og er mjög hrifin af honum. Hann er þunnur og verður alveg mattur þegar hann er borinn á og hann
helst á allan daginn. Í vinnunni í sumar verð ég að alla vaktina og því fullkomið að eiga þennann
í snyrtitöskunni. Ég elska svona farða sem líta alveg eins út mörgum klukkutímum eftir að þeir eru
bornir á. Mæli með þessum ef þú ert að leita af endingargóðum farða sem þekur vel.

Ég fékk svo líka að prófa All-Day Glow BB kremið og Brush On Glow pennann. Þetta eru vörur
sem höfða meira til mín og hef ég t.d. notað BB kremið mjög mikið dagsdaglega. Það er létt en
þekur vel á sama tíma og gefur manni fallega ljómandi áferð. Ég held að ég gæti sagt að þetta sé
besta BB kremið sem ég hef prófað lengi og er þetta fullkomið á frídögum í sumar. Brush On Glow
penninn minnir mig mjög á YSL gullpennann en helsti munurinn á milli þeirra er að þessi penni er
meira þekjandi og því hægt að nota bæði sem highligther undir augun og sem hyljara.

Í næsta mánuði ætla ég að taka saman nokkra af mínum uppáhalds förðum og deila þeim með
ykkur ásamt fyrir og eftir myndum svo þið getið séð hvernig þeir líta út á húðinni - ég þarf að
vera mun duglegri að láta þannig myndir fylgja með þar sem það er mikið betra að sjá hvernig
varan kemur út. Eigið gott kvöld x


// Recently I got the chance to try out some products from the Double Wear line from Estée 
Lauder. I have been looking for a long lasting foundation for my summer job since I will
be flying a lot and working long days. I got to try out a couple of foundations and one of
them was the Stay-In-Place Makeup from Estée Lauder. It is a 15-hour, flawless foundation
that stays looking fresh and natural through heat, humidity and nonstop activity so after
hearing that, I was sold. I have used it a couple of times and really like it. It is a bit more
heavy than what I usually wear but it really lasts all day long and makes my skin look
flawless and gives it a nice matte finish.

I also got to try out the All-Day Glow BB cream and the Brush On Glow pen. Those are
products that are more me since they are really light and natural. I absolutely love the BB
cream and have used it a lot for the last couple of weeks. The Brush On Glow pen really
reminds me of the YSL Radiant Touch pen but this one covers more so you can also use it
as a concealer. I am going to share with you some of my favourite foundations soon and 
will be showing you before and after pictures of them so you can see how they really look
like on my skin. Have a lovely evening everyone, hugs x



Vörurnar í þessari grein voru sendar sem sýnishorn en
 það hefur engin áhrif á skoðanir mínar.


SHARE:

2 comments

  1. Langaði að forvitnast hvaða lit þú tókst í double wear foudation :)

    ReplyDelete
    Replies
    1. Ég tók litinn "2N1 Desert Beige" - hann er kannski öööörlítið dökkur á mér þar sem ég er hvítari en snjór núna en í sumar þegar ég fæ smá lit verður hann fullkominn :)

      Delete

xoxo

Blogger Template Created by pipdig