24.5.15

NEW HAIR


Fyrr á árinu tók ég þá ákvörðun að breyta aðeins til og klippti ég frekar mikið af hárinu mínu. Það
endaði þó ekki eins og ég hafði ímyndað mér þar sem ég lenti í mjög leiðinlegri reynslu á einni stofu
hér í Reykjavík. Síðan ég var lítil hefur pabbi minn alltaf klippt mig enda er hann lærður og átti sína
eigin stofu áður en hann fór út í annað. Þetta var því í fyrsta skipti sem ég fór í klippingu á stofu í
mörg ár. Þegar ég kom heim úr klippingunni slétti ég á mér hárið og tók ég eftir því að það var allt
rammskakkt. Ekkert smá, heldur mjög mikið. Það munaði um 6 cm hægra og vinstra megin og það
voru asnalegar styttur hér og þar sem gerðu það ennþá skakkara. Ég á mjög erfitt með að kvarta og
var það því mjög erfitt fyrir mig að hringja á stofuna og láta vita af þessu. Mig langaði helst bara að
fá endurgreitt og láta pabba laga þetta en mér bauðs lagfæring svo ég tók henni. Eftir lagfæringuna 
var eiginlega ekkert breytt og það var ennþá skakkt - ég nennti því ekki að hafa neitt samband við
stofuna aftur og gerði ekkert meira í málunum.

Núna, þremur mánuðum seinna (og eftir ansi mörg tögl, gat aldrei verið með það slegið nema
það væri krullað) lét ég loksins laga hárið mitt og þvílíkur léttir! Ég get loksins verið með það
niðri, bæði þegar það er slétt og krullað. Ég er svo ótrúlega heppin að eiga æðislega vinkonu
sem er hárgreiðslumeistari og bjargaði hún málunum. Ég hef þó alltaf getað hlegið af þessari
reynslu og er ég alls ekkert reið út í neinn, það gera allir mistök x


// A couple of months ago I cut my hair short. It didn't end really well since I went to a salon
here in Reykjavík (for the first time, my dad usually cuts my hair) and when I came home I
realised that my hair was so uneven. Now, three months later I finally got it fixed by my lovely
friend and I can finally wear my hair down again x


SHARE:

No comments

Post a Comment

xoxo

Blogger Template Created by pipdig