VERO MODA shirt H&M leggings RIVER ISLAND slip on sneakers
Gleðilegan sunnudag - ég er svo löt að speglamynd af dressi dagsins verður að duga í dag. Helgin er
búin að vera ótrúlega löng og er ég alveg búin á því - ég ætla því að nota kvöldið í að slaka aðeins á
og undirbúa mig fyrir morgundaginn. Ég klæddist nýrri skyrtu í dag en ég fór í Smáralindina með
vinkonum mínum fyrir helgi og ætlaði ekki að kaupa mér neitt þar sem ég er nú nýbúin að versla
mér helling af fötum fyrir sumarið. Ég gat þó ekki staðist þessa fallegu skyrtu sem ég fann í Vero
Moda en hún er ljósblá, oversized og ótrúlega þæginleg. Ég klæddist henni í dag við leggings og
þæginlega skó - fullkomið sunnudagsdress!
Næsta vika verður stútfull hjá mér en prófin byrja eftir nokkra daga og ég er að klára námskeið
fyrir sumarvinnuna. Þó svo að seinustu dagar hafa verið erfiðir þá er ég búin að hafa svo gaman
af en morgundagurinn minn verður ennþá skemmtilegri - til að fylgjast með því sem ég er að fara
að gera þá megið þið endilega fylgjast með mér bæði á Instagram (@alexsandrab) og svo líka á
Snapchat (@alexsandrabernh) x
// Today I wore a new shirt that I found at Vero Moda a couple of days ago. I love the oversized
fit and it is so comfortable. I wore it with a pair of black leggings and slip on sneakers! The
perfect outfit x
No comments
Post a Comment
xoxo