25.4.15

NEW IN: SUMMER WITH VILA & VERO MODA


Ég hef þann slæma ávana að klæðast svörtu frekar oft - eiginlega bara alltaf! Ég enda vanalega í öllu
svörtu dagsdaglega og ég ákvað því um daginn að bæta aðeins sumarlegri flíkum við fataskápinn 
minn - það er markmiðið mitt núna að minnka svörtu flíkurnar og nota aðeins ljósari liti en ég er
mjög hrifin af hvítu, ljósbleiku og gráu fyrir sumarið. Ég tók mér góða pásu frá prófalestrinum í
seinustu viku og ég kíkti í tvær af uppáhalds búðunum mínum hér heima, Vila og Vero Moda. Ég
kom heim með tvo poka fulla af gossi og ég er alveg í skýjunum með nýju flíkurnar mínar - ég
get ekki beðið eftir því að nota þær eftir að ég klára bæði prófin í skólanum og námskeiðið hjá
Icelandair. Ég var með nokkrar flíkur í huga sem voru á óskalistanum mínum fyrir sumarið og
gat ég því þurrkað þrjá hluti af óskalistanum mínum (sem er ótrúlega langur, en kemur það
einhverjum á óvart?!) eftir verslunarferðina.

Ég ætla að sýna ykkur þær flíkur sem ég fann mér og ef þið hafið eitthverjar spurningar
endilega skiljið þær eftir í athugasemdum og ég svara ykkur eins hratt og ég mögulega
get - langar líka að minna ykkur á að ég er með Snapchat opið hjá mér svo þið getið
spurt mig þar líka! Ég er að fara í smá ævintýri á mánudaginn svo ykkur er velkomið
að bæta mér við hjá ykkur ef þið viljið fylgjast með - "alexsandrabernh" x


Ég byrjaði á því að kíkja í Vila og þar var ég ekki lengi að næla mér í þennan kjól. Hann heitir
Tinny og er búinn að vera ótrúlega vinsæll hjá þeim! Ég skil eiginlega ekki afhverju ég er ekki
löngu búin að fá mér þennan kjól - ég gjörsamlega elska allt röndótt fyrir sumarið og hversu 
sætur verður þessi í sumar við hvíta Converse skó, litla hliðartösku og bera leggi. Hann fæst
í Vila og kostar 5.500 kr x


Það næsta sem ég fann mér í Vila voru þessar hvítu gallabuxur - mig var búið að langa í hvítar 
gallabuxur ótrúlega lengi en hef aldrei þorað að kaupa mér þær. Ég er svo mikill klaufi að ég
ímynda mér bara að sulla öllu mögulegu á mig á meðan ég er í þeim en ég lét loksins verða að
því að bæta einum við fataskápinn minn. Ég er með svo margar hugmyndir um hvernig ég get
stíliserað þær og hlakkar mig til að nota þær í sólinni í sumar. Þær kostuðu 6.990 kr x


Leiðin mín lá svo í Vero Moda en ég var einmitt búin að ákveða hvað mig langaði í þar - upp á
síðkastið er ég búin að vera að elska gallaskyrtur og fékk ég mér þessa. Hún var líka til í ljósari
lit en eg fýla þær aðeins dekkri. Ég sé þessa við svartar gallabuxur og líka við hvítu gallabuxurnar
fyrir ofan og hvíta Converse skó. Hún kostaði 5.990 kr x


Í Vero Moda fann ég mér líka þennan hvíta lausa bol sem er fullkominn fyrir sumarið, við pils og 
gallabuxur. Gollan er úr Vila og var ég fyrir búin að sjá svipaða gráa síða sem var aðeins þykkari
en hún var búin! Ég fékk mér því þessa í staðin og er ótrúlega ánægð með hana en hún er þunn og
fullkomin til að hafa yfir sig í sumar. Gollan kostaði 4.990 kr og bolurinn 5.490 kr x


Vörurnar í þessari grein keypti ég mér sjálf. 
SHARE:

2 comments

  1. Hvaðan er fuglinn sem er uppá hillunni? Ótrúlega flottur :)
    -k

    ReplyDelete
    Replies
    1. takk - þetta er eames house bird! ég kalla hann gumma og er hann uppáhaldið mitt í íbúðinni :) x

      Delete

xoxo

Blogger Template Created by pipdig