29.4.15

20 THINGS ABOUT ME


Mér finnst persónulegar færslur alltaf skemmtilegastar - sama hvort það sé hér á blogginu mínu
eða á öðrum bloggum. Mér finnst alltaf þægilegra að "þekkja" bloggarana sem ég skoða aðeins
og því ákvað ég að segja ykkur örlítið betur frá sjálfri mér. 

1. Ég er fædd og uppalin í Keflavík. Ég flutti í Reykjavík í lok ársins 2013 og er ég
ennþá að venjast borgarlífinu og að búa í burtu frá foreldrum mínum og systkinum.

2. Ég er algjör mömmustelpa, og ég sendi mömmu minni sms eða tala við hana á hverjum
einasta degi. Það líður ekki dagur þar sem við tölum ekki saman.

3. Ég er búin að vera í sambandi með kærastanum mínum, honum Níelsi, síðan árið 2009.
Þá var ég 16 ára og hann 18 ára. Ég gæti ekki ímyndað mér lífið án hans.

4. Ég er 22 ára gömul, verð 23 ára á árinu. Er fædd 21. nóvember 1992.

5. Ég er að klára annað árið mitt í Viðskiptafræði við Háskóla Íslands. Ég hef samt ekki 
ennþá hugmynd um hvað mig langar að verða þegar ég er orðin "stór".

6. Ég er með ofnæmi fyrir öllum loðnum dýrum, s.s. hundum, köttum, hömstrum og meira
að segja hestum. En það er allt í lagi þar sem ég er skíthrædd við hesta.

6. Ég er náttúrulega rauðhærð. Ég var ekki alltaf sátt með það en í dag elska ég háralitinn
minn og er heppin að deila honum með tveimur af yngri systrum mínum.

7. Ég á fjórar yngri systur en er þó einkabarn foreldra minna. Systurnar mínar eru 21 árs,
15 ára, 9 ára og 5 ára.

8. Ég elska að borða. Ef þú ert með mig á Snapchat þá er þetta eflaust ekkert nýtt. Ég er algjör
matgæðingur og það skemmtilegasta sem ég geri er að fara út að borða.

9. Ég er mjög þreytt manneskja. Ég elska að sofa og taka "catnap" yfir daginn.

10. Ég er heilluð af Svíþjóð og langar mig að flytja til Stokkhólms eftir að ég klára
námið mitt heima. 

11. En Kaupmannahöfn, London og L.A koma líka til greina.

12. Ég er mjög fljótfær og er alltaf að drífa mig í öllu.

13. Ég er mjög feimin og því kemur það mörgum á óvart að ég er að blogga. En ég er svo
þakklát fyrir bloggið þar sem það hefur dregið mig örlítið úr skelinni minni og hrint mér
út úr þægindarammanum mínum.

14. Uppáhalds maturinn minn er fyllt pasta og bakaðar kartöflur (get borðað þær alla daga).

15. Ég borða nammi á næstum því hverjum degi.

16. Ég æfði dans í 14 ár. Ég hætti þegar ég flutti til L.A og langar svo að byrja aftur.

17. Ég drekk voðalega sjaldan áfengi og er ekki mikill djammari. Ég fæ mér einstaka
sinnum vínglas eða kokteil með mat - en drekk ekki til að vera full.

18. Ég verð mjög pirruð þegar ég verð svöng. Ég vorkenni Níelsi að vera í kringum mig 
þegar ég er ekki búin að borða.

19. Ég elska að þrífa og líður mér best þegar allt er hreint í kringum mig.

20. Ég er One Direction aðdáandi og fer ekki leynt með það. Ég fór meira að segja á tónleika
með þeim í London í fyrra. 

Ég vona að ykkur hafi fundist gaman af þessari færslu og að kynnast mér aðeins betur. Ykkur er
svo alltaf velkomið að spurja mig ef þið hafið eitthverjar spurningar - þá getið þið gert það hér í
athugasemdum, á Facebook eða á Snapchat x
SHARE:

2 comments

  1. please translate!:( it would be great to read every post in english too!:) hugs from Hungary

    ReplyDelete
    Replies
    1. Hi Evelin, I usually do translate but this one was so long and I was lazy - will definitely translate every post from now on so you can read them :) Hopefully you can use Google Translate for this one! xx

      Delete

xoxo

Blogger Template Created by pipdig