23.4.15

CURRENT BEAUTY FAVORITES


Það er liðinn smá tími síðan ég fjallaði seinast um uppáhalds snyrtivörurnar mínar enda var ég
að nota sömu rútínuna frekar lengi - hún hefur aðeins breyst núna og mun eflaust gera það aftur
þegar það líður á sumarið. Á sumrin vill ég helst nota mjög létta farða og er þá mjög dugleg að
nota púður. Uppáhalds púðrið mitt er Total Finish púðrið frá Sensai en ég hef notað það síðan
ég kynntist því fyrir tveimur árum. Það er ótrúlega létt en hylur vel og gefur húðinni fallega og
náttúrulega áferð. Á sumrin er ég líka dugleg að nota Bronzing Gelið frá Sensai en það er vara
sem allar stelpur ættu að eiga - þegar ég var að vinna í Fríhöfninni þá seldum við nokkrar svona
túpur á hverri einustu vakt. Það er hægt að nota það eitt og sér eða yfir púður eins og ég geri. 
Að mínu mati er þetta ómissanleg vara bæði á sumrin og veturnar en hún bronzar andlitið, 
gefur manni smá "glow" og frískar upp á mann. Ég hef verið að leita mér að góðum farða fyrir
sumarið þegar ég byrja að fljúga en ég held að púðrið og gelið verði mikið notað. 

Aðrar vörur sem ég hef notað mikið upp á síðkastið er Mineral Veil púðrið frá Bare Minerals en
ég nota það til að festa hyljarann og nota ég setting burstann frá Real Techniques í það. Dipbrow
frá Anastasia Beverly Hills hef ég notað lengi og hef ekkert breytt út af vananum með það enda
besta augabrúnavara sem ég hef prófað. Ég set svo glæra gelið yfir og augabrúnirnar haldast á
sínum stað allan daginn. Seinast en ekki síst verð ég að hafa Black Magic maskarann frá Eyeko
með þó svo að ég hafi bara prófað hann fyrst í gær - en ég er ótrúlega hrifin af honum x


// Here are some of my current favourite beauty products - my beauty routine always changes
during the summer since I prefer to wear more light products like powders and bronzing gels.
I am loving the Total Finish powder and the Bronzing Gel by Sensai - such a good combo!
Other things I have been using: Mineral Veil from Bare Minerals to set my concealer, brow
products from Anastasia Beverly Hills and the Black Magic mascara from Eyeko - I just tried
it for the first time yesterday but it is amazing! Really recommend it for natural and long lashes xSHARE:

No comments

Post a Comment

xoxo

Blogger Template Created by pipdig