13.4.15

NEW IN: MAKE UP DRAWERS


Fyrir nokkrum vikum deildi ég þessari færslu með ykkur - þar talaði ég um að ég hafi pantað mér
hirslu fyrir snyrtivörurnar og er hún loksins komin! Ég átti reyndar von á því að hún væri stærri en
ég er nokkuð sátt með hana. Þar sem það er lítið sem ekkert geymslupláss inn á baði hjá mér hef ég
notað skápinn frammi á gangi hjá mér sem geymslu fyrir snyrtivörur. Þær voru gjörsamlega út um
allt og núna eru allar þær sem ég nota oftast á sama stað. Það er mun auðveldara að hafa þetta beint
fyrir framan sig en að róta inn í skáp að leita að eitthverju. Ég fann hirsluna á eBay og ætla ég að
panta mér aðra bráðlega fyrir restina af dótinu mínu - það er alltaf mun þæginlegra þegar það er smá
skipulag á hlutunum, er það ekki? 

Eigið góðan dag - ég þarf að vera mjög dugleg að læra þar sem öll helgin fór í námskeið fyrir
sumarvinnuna og var ég dauðþreytt þegar ég kom heim svo ég náði voða lítið að læra fyrir prófin.
Það var samt sem áður ótrúlega gaman um helgina og er ég svo spennt fyrir komandi vikum x

// The other day I ordered this make up organiser for all my stuff. It finally arrived and I am so
happy with it even though it is quite small. I always feel so much better when all my stuff is
organised and in one place. I got the drawers on eBay xSHARE:

No comments

Post a Comment

xoxo

Blogger Template Created by pipdig