14.4.15

NEW IN: GIVE-A-DAY SHOPPING


Eins og flestir vita stóð Bestseller fyrir alþjóðlegum góðgerðardegi seinasta föstudag þar sem öll sala
dagsins rann óskipt til góðgerðamála. Ég var á námskeiði allan daginn en eftir það fór ég í Kringluna
með mömmu og yngstu systur minni. Engin af okkur fór tómhent heim enda fullkomið tilefni til að
bæta í fataskápinn og styrkja gott málefni í leiðinni. Ég nældi mér í nokkra hluti en ég hefði viljað
fara heim með svo mikið meira en veskið leyfði bara ekki meira! Ég er þó með tvo hluti í huga sem
ég ætla að næla mér í næst þegar ég á leið hjá - en ég sá síða ljósgráa gollu og hvítar gallabuxur sem
ég væri ekkert á móti því að eiga. Hversu fallegt væri það saman við hvítann bol og hvíta Converse
skó í sumar?! x

Ég gat auðvitað ekki sleppt því að koma heim með nýjann blúndutopp. Ég á við smá vandamál að
stríða þegar það kemur að þeim - ég held að ég eigi um sex toppa núna og ég nota þá voða sjaldan.
Það er bara eitthvað við þá sem heillar mig og fær mig til að kaupa þá. Ég verð að vera duglegri að
nota þá enda eru þeir ótrúlega þæginlegir, enda spangalausir. Ég fann þennna í Vero Moda og hann
kostaði litlar 3.495 kr.


Þessi peysa blasti strax við mér þegar ég gekk inn í Vila. Ég er svo hrifin af einföldum og klassískum
flíkum að þessi fékk að koma með mér heim. Hún kemur í einni stærð og því er hún oversized á mér
sem er æðislegt! Ég notaði hana um daginn yfir leggings og við Nike Air Max Thea skóna mína og
var það ótrúlega þæginlegt og einfalt dress. Það er hægt að nota hana á svo marga vegu - yfir kjól
með blúndu neðst, yfir gallabuxur og leðurbuxur. Ég er með endalausar hugmyndir - hún kostaði
6.990 kr og keypti mamma sér eins.


Þessi kjóll úr Vero Moda fékk líka að koma með mér heim, enda er hann ótrúlega fallegur. Ég tók
hann í Medium, sem er einni stærð stærri en ég nota vanalega þar sem ég vildi hafa hann lausann.
Hann er dálítið krumpaður þar sem ég er ekki svo heppin að eiga straujárn en hann fær þá bara að
koma með í næstu heimsókn til mömmu en ég er dugleg að fara með krumpaðar flíkur þangað! Ég
sé hann fyrir mér í sumar við aðeins sólkyssta húð (ég get ekki sagt brúna þar sem ég verð ekki
brún, grát), sandala og jafnvel undir leðurjakka. Ég er ótrúlega hrifin af því að blanda saman svona
kvenlegum og sætum kjólum við aðeins edgy flíkur eins og leðurjakka. Þessi kjóll kostaði 7.495 kr!


Þá erum við komin að bestu kaupunum en ég trúði einfaldlega ekki verðinu þegar ég sá það á 
verðmiðanum! Ég á bara einar svartar gallabuxur en þær eru úr Topshop - þær eru aðeins stuttar
enda vildi ég þær þannig en mig langaði líka að eiga einar síðar sem ég gæti notað við t.d.
öklastígvél. Þessar eru úr ótrúlega þæginlegu mjúku og teygjanlegu efni og því eru þær mjög
þæginlegar. Ég hata ekkert meira en þröngar og stífar gallabuxur og því eru þessar draumur!
Þær kostuðu 3.990 kr - og nei ég er ekki að djóka! Þetta verð er eiginlega of gott. Þær eru úr
Vero Moda og heita "PcJust Wear Leggings" x


Þessi umfjöllun er ekki kostuð og eru allar vörur keyptar af mér.
SHARE:

4 comments

 1. Telma Ólafsdóttir4/14/2015 7:47 PM

  Hæhæ, hvaðan eru buxurnar og hvaða týpa eru þær :D

  ReplyDelete
  Replies
  1. Æj þarna var ég of fljótfær og gleymdi að taka það fram :)
   Þær eru úr Vero Moda og heita "PcJust Wear Leggings" x

   Delete
  2. Telma Ólafsdóttir4/14/2015 10:47 PM

   okei takk æðislega :)

   Delete
 2. Great basics you have bought!

  ReplyDelete

xoxo

Blogger Template Created by pipdig