9.4.15

NEW IN: ELLA M FOR LINDEX


Halló halló - eruð þið að sjá þessa fegurð?! Ég sá þessi nærföt á Instagram hjá Kenzu um daginn og
næsta dag lá leið mín í Lindex. Ég elska falleg nærföt og þessi eru fullkomin - þau eru ljósfjólublá,
með blúndu og eru ótrúlega þæginleg! Þau eru úr línu sem heitir Ella M og átti ég smá erfitt með mig
þar sem mig langaði í svo mikið - hún er ekkert smá falleg. Ég lét þetta sett duga í bili en ef ég þekki
sjálfa mig vel þá mun ég kíkja aftur bráðlega. Nærbuxurnar kostuðu 1.995 kr og toppurinn kostaði 3.995 kr x

Eigið yndislegan dag - ég byrja aftur á námskeiði vegna sumarvinnunar í dag og því verða 
næstu vikur ansi strangar og ekki eins mikið um blogg og vanalega. Ég er þó ótrúlega spennt
fyrir komandi vikum og þá sérstaklega fyrir sumrinu. Þér er velkomið að finna mig á Snapchat
undir "alexsandrabernh" og fylgjast með mér þar - ég er með My Story opið hjá mér fyrir alla og
ég verð eflaust aðeins aktívari þar en hér x

// Look how pretty my new set from Lindex is! I absolutely love it - it's so gorgeous and 
comfortable as well xVörurnar í þessari færslu voru keyptar af mér. 
Þessi færsla er ekki unnin í samstarfi við Lindex.

SHARE:

2 comments

  1. It looks so gently.Love it !

    http://maariemarie.blogspot.com/

    ReplyDelete
  2. bjútiful, langar :))

    ReplyDelete

xoxo

Blogger Template Created by pipdig