9.4.15

GIVE-A-DAY


Eins og ég deildi með ykkur í þessari færslu hér þá var mér boðið á hádegisviðburð á vegum
Bestseller á Nauthól fyrr í vikunni. Fyrir ykkur sem ekki vita þá eru Vila, Vero Moda, Selected,
Jack and Jones og Name It hluti af Bestseller keðjunni. Á viðburðinum var verið að kynna fyrir
okkur nýtt verkefni - þann 10. apríl, semsagt á morgun, mun Bestseller standa fyrir alþjóðlegum
góðgerðardegi og mun allt sem viðskiptavinir Bestseller versla fyrir fara til góðgerðarmála. 

Þetta er algjörlega nýtt og hefur ekki verið gert áður. Vanalega er alltaf gefin ákveðin prósenta af
sölu til góðgerðarmála en þennan dag mun öll sala fara til góðgerðarmála. Þetta er ótrúlega flott
verkefni og auðvitað mun ég kíkja í Kringluna á morgun og versla mér smá til að styrkja þetta
málefni. Hér heima fara 50% af sölunni til Krabbameinsfélags Íslands og 50% til alþjóðlegra
samtaka, UNICEF, GAIN og Save the Children. Það verður opið frá 09:00-21:00 svo flest allir
ættu að komast, hvort sem það er fyrir vinnu eða eftir. 

Mæli með að kíkja og styrkja gott málefni x

SHARE:

No comments

Post a Comment

xoxo

Blogger Template Created by pipdig