7.4.15

TODAY'S OUTFIT

ASOS biker jacket (buy it here)     VERO MODA shirt dress     BIANCO boots     ZARA bag

Ég byrjaði daginn minn á langþráðri lærdómspásu og fór í hádegisverð á vegum Bestseller á Nauthól.
Þau eru að fara af stað með ótrúlega skemmtilegt verkefni í vikunni sem heitir Give-A-Day og mun 
ég segja ykkur aðeins betur frá því á næstu dögum. Þökk sé góða veðrinu þá var ekki hægt að taka 
myndir úti svo við látum þessar símamyndir duga þar sem ég gleymdi myndavélinni minni heima. 
Ég klæddist nýjum skyrtukjól úr Vero Moda sem ég bloggaði um hér og er hann strax orðinn að
miklu uppáhaldi hjá mér. Ég var svo í jakka frá Asos yfir (hann er ennþá til, fæst hér), Bianco skóm
og með þessa sætu tösku sem ég fann mér í Zöru fyrir jól. Hádegisverðurinn var alveg yndislegur og
er alltaf svo gaman að koma saman og hitta alla ásamt því að fá ljúffengan mat.

Nú er ég hins vegar komin í kósýgallann og ætla að eyða deginum yfir bókunum - ég vona
að þið eigið yndislegan dag x


// I started my day off with a nice lunch with Bestseller at Nauthóll Restaurant. They are 
launching an amazing project this week that I will talk about soon. The weather today was
horrible so we couldn't shoot outside so these pictures of today's outfit will have to do. I wore
a new shirt dress from Vero Moda, a biker jacket from Asos (still available here), boots from
Bianco and this cute Zara bag. Have a nice day x


SHARE:

No comments

Post a Comment

xoxo

Blogger Template Created by pipdig