9.3.15

THE BALM


Ííí, ég er búin að vera svo spennt fyrir þessari færslu! Upp á síðkastið hefur úrvalið af snyrtivörum
og merkjum gjörsamlega sprungið og ég held að enginn sé að kvarta. Nýlega byrjuðu vörurnar frá
The Balm í sölu hér á landi og er það merki sem ég var búin að heyra um endalaust og því kítlaði
mig svo í puttana að prófa nokkrar vörur. Ef þið eruð duglegar að horfa á förðunarmyndbönd á
YouTube eins og ég þá hafið þið eflaust heyrt um Mary Lou Manizer highlighterinn vinsæla sem
er einmitt frá The Balm. Ég fékk tvær vörur frá þeim, Downboy kinnalitinn og Schwing sem er
blautur eyelinerpenni. Byrjum á umbúðunum, hversu flottar eru þær? Mér finnst þær einmitt svo
skemmtilegar og öðruvísi. Liturinn á kinnalitnum er ótrúlega fallegur og hlýlegur og kemur hann
mjög vel út á húðinni - ég er allavegana búin að nota hann dagsdaglega síðan ég fékk hann.
Ég var smá smeyk að nota eyelinerinn þar sem ég er alls ekki góð í að gera eyeliner línu en með
smá þolinmæði tókst það nokkrum sinnum og kom bara nokkuð vel út - hann hélst á allt kvöldið
og rann ekkert til. Mér finnst stundum blautir eyelinerar renna til og verða ljótir með tímanum en
þessi kom mér mjög á óvart.

Næst á dagskrá er að prófa fleiri vörur frá þeim en ég er mjög spennt fyrir Mary Lou Manizer og
Nude Dude pallettunni. Vörurnar frá The Balm fást HÉR og fara allar pantanir fram í skilaboðum x


// I love that more and more make up brands are becoming available here in Iceland, recently
the products from The Balm came to Iceland so finally I got my hands on some products. I
have been so curious about them for a while and I got to try the Downboy Blush and Schwing
liquid eyeliner. I absolutely love both products and can't wait to try out some more stuff xVörurnar sem fjallað var um í þessari færslu fékk ég sendar sem gjöf. Skoðanir sem koma fram eru
mínar eigin.
SHARE:

No comments

Post a Comment

xoxo

Blogger Template Created by pipdig