7.3.15

REYKJAVÍK FASHION FESTIVAL '15

DRESS FRÁ REYKJAVÍK FASHION FESTIVAL 2014

Þá fer að líða að einni skemmtilegustu helginni í tískuheiminum á Íslandi en Reykjavík Fashion
Festival fer fram næstu helgi. Ég fór í fyrsta skipti í fyrra og skemmti mér alveg ótrúlega vel svo
ég er vel spennt fyrir hátíðinni í ár. Við erum svo heppin með ótrúlegt úrval af hæfileikaríkum
hönnuðum og hlakkar mig til að sjá hvað þeir færa okkur í ár - hér er dagskráin:

Föstudagurinn 13. mars:
20:05 - Sigga Maija
21:15 - JÖR by Guðmundur Jörundsson

Laugardagurinn 14. mars:
15:15 - Another Creation
16:10 - Scintilla
17:10 - Magnea
18:10 - Eyland

Sýningarnar dreifast á tvo daga í ár sem mér finnst ótrúlega sniðugt enda var dagurinn í
fyrra ansi langur - miðar eru nú komnir í sölu á miði.is og getur þú valið um að kaupa 
helgarpassa eða miða á stakar sýningar. Í fyrra klippti ég saman myndband frá deginum
og getur þú kíkt á það hér - nú er bara að ákveða dressin fyrir dagana x

// Reykjavík Fashion Festival is next weekend and I really recommend to check it out if
you are in Iceland. We are so lucky to have so many amazing designers here so I can't
wait to see what they will bring out this year x 


SHARE:

No comments

Post a Comment

xoxo

Blogger Template Created by pipdig