6.3.15

MILLION DOLLAR TAN


Mig langaði aðeins að brjóta út af vananum og fjalla um eitthvað algjörlega nýtt sem ég hef ekki 
fjallað um áður - sjálfbrúnku. Eins og þið vitið þá er ég með rautt hár og því fylgir ljós og mjög
viðkvæm húð. Á unglingsárunum fór ég af og til í ljós en í dag forðast ég ljósabekki eins og ég
mögulega get. Þar sem við fáum varla neitt sólarljós meiri hluta ársins þá er húðin mín mjög ljós
og líflaus. Mér datt því í hug að prófa sjálfbrúnku til að fá smá lit og ákvað ég að byrja á því að
prófa vörurnar frá Million Dollar Tan eftir að hafa heyrt mjög góða hluti um vörurnar frá þeim.

Ég prófaði Mermaid Mousse Extreme froðuna og fékk með henni tvo hanska til að bera froðuna
á. Einn hanskinn fer yfir alla hendina en hinn fer yfir alla fingurna nema þumalinn svo það er mjög
þæginlegt að nota hann þegar borið er froðuna á andlitið og á staði sem nauðsynlegt er að vanda sig.
Fyrst var ég smá stressuð, ég ætla ekki að ljúga, þar sem það stendur Extreme á froðunni var ég smá
hrædd um að liturinn yrði of dökkur fyrir mig og að þetta myndi ekki enda vel. Ég skrúbbaði mig vel
áður en ég bar froðuna á og var mjög þæginlegt að bera hana á, sérstaklega með hönskunum. Það sem
er þæginlegt við froðuna er að þú sérð litinn um leið og þú berð hana á þig svo það er mjög auðvelt
að sjá hvar þú ert búin að bera hana á og hvar ekki. 

Ég fékk ótrúlega fallegan og náttúrulegan lit með froðunni og er ótrúlega sátt! Persónulega finnst
mér ekkert að því að vera með ljósa húð en ef þú vilt fá aðeins meiri líf í húðina þá er þetta vara sem
þú mátt ekki missa af. Ég ætla klárlega að fjárfesta í fleiri vörum frá Million Dollar Tan og er ég þá
sérstaklega spennt fyrir Cabana Tan Lotion. Ég fékk svo líka All That Shimmers sem er snilld en það
er líkamsolía með bronzer sem þú berð á þig og færð ótrúlega flotta áferð og smá lit á líkamann. Ég
notaði það um daginn á lappirnar og hendurnar þegar ég fór út og fékk húðin fallegan ljóma. Þetta er
fullkomin vara ef þú ert berleggja og villt fá fullkomna leggi!

Mig langaði að gefa ykkur tækifæri til að prófa þessar vörur og því fá lesendur 
Shades of Style 10% afslátt af Million Dollar Tan, þú slærð inn kóðann "SOS"
þegar þú borgar - Million Dollar Tan vörurnar fást HÉR x

// Recently I tried out the products from Million Dollar Tan. Since I have a very light skin I wanted
to get a little bit of colour since we hardly get sunlight here in Iceland these first months of the year.
I always feel a lot more confident when I have some colour and I was very happy with the Mermaid
Mousse Extreme foam that I used. I got a very nice and natural colour that lasted for a whole week.
I also got to try a new product called All That Shimmers which is a bronzing body oil so it's perfect
for nights out and to get the perfect legs when going barelegged x



Vörurnar sem fjallað var um í þessari færslu fékk ég sendar sem gjöf. Skoðanir sem koma fram eru
mínar eigin.
SHARE:

1 comment

xoxo

Blogger Template Created by pipdig