4.3.15

CLARISONIC MIA 2


CLARISONIC MIA 2 - HERE

Á seinni hluta seinasta árs kom Clarisonic hreinsiburstinn til landsins og varð hann strax ótrúlega
vinsæll, sem kemur mér alls ekki á óvart. Það fyrsta sem ég gerði þegar ég fór í búðir þegar ég var
stödd í Flórída í Desember var að fara inn í Sephora og kaupa mér eitt stykki. Ég var svo nálægt að
kaupa mér hann hér heima en ég ákvað að bíða í nokkrar vikur og kaupa hann úti og spara mér því
nokkra þúsundkalla. Það endaði þó með því að kærastinn minn sem var svo duglegur að elta mig í
Sephora keypti hann handa mér og gaf mér hann í jólagjöf. Ég var svo spennt að prófa og strax og
við komum heim eftir verslunarrápið setti ég hann í hleðslu (það er mjög mikilvægt að hlaða hann í
einn sólahring áður en þú byrjar að nota hann). Eftir sólahring virkaði hann ekki og ljósið á honum
blikkaði bara endalaust svo ég fór með hann nokkrum dögum seinna í Sephora og fékk nýjann. Það
var svo leiðinlegt að þurfa að bíða þar sem ég var svo spennt að byrja að nota hann en loksins
sólahring seinna fékk ég tækifæri til að prófa hann. 

Ég hef aldrei verið með neina vandamálahúð og ég fæ aldrei bólur, nema kannski eina sæta á
nokkra mánaða fresti. Helsta ástæðan afhverju mig langaði að byrja að nota Clarisonic er til að
hreinsa húðina enn betur þar sem hrein og falleg húð er ótrúlega mikilvæg að mínu mati. Burstinn
hreinsar húðina 6x betur en maður gerir með höndunum, það er mjög auðvelt að nota hann og húðin
verður svo ótrúlega mjúk og hrein eftir á. Clarisonic Mia 2 burstinn er með tvær hraðastillingar og 
það sem mér finnst algjör snilld er að burstinn gefur frá sér hljóð þegar þú átt að skipta um svæði.
Þú byrjar semsagt á því að hreinsa ennið í 20 sekúndur, svo færiru þig yfir á nef og hökuna í 20
sekúndur og endar með 10 sekúndum á hvori kinninni. Allt í allt tekur þetta því 1 mínútu og mér
finnst nú ekki mikið að taka 1 mínútu frá á hverju kvöldi til að hreinsa húðina vel.

Ég er núna búin að vera að nota burstann á hverju kvöldi og nokkra morgna þegar ég nenni í meira
en þrjá mánuði núna og get ég sagt að þetta er mjög góð fjárfesting. Eftir rúmar þrjár vikur fékk ég
bólur en það tók þær um viku að fara. Ég hef heyrt að þetta getur gerst þegar maður byrjar að nota
hann reglulega en það er nauðsynlegt að hætta ekki að nota burstann heldur halda áfram og húðin
mun skána. Hvort sem þú ert með vandamálahúð eða vilt bara hugsa betur um húðina þína, þá er
þetta fjárfesting sem ég mæli algjörlega með x

SHARE:

2 comments

  1. Hey ég á svona Aria tæki, fékk það í gjöf fyrir nokkrum dögum. Er farin að nota þetta og þetta svínvirkar. En ertu að nota þetta alla daga? á morgnana og á kvöldin? Líka þegar þú ert með engan farða á þér?

    ReplyDelete
    Replies
    1. Æði, þetta er snilldartæki! Ég reyni að nota þetta alla daga, þá bara á kvöldin þar sem mér finnst það alveg nóg, er með mjög viðkvæma húð - en stundum er ég of löt að þrífa á mér húðina, sérstaklega þá daga sem ég set ekkert framan í mig og þá sleppi ég því stundum en markmiðið er öll kvöld :)

      Delete

xoxo

Blogger Template Created by pipdig