16.3.15

HAIR TALK: GORGEOUS


Nýlega komu hárvörurnar frá breska merkinu Gorgeous til sölu hérlendis. Þegar ég klippti hárið mitt
stutt fyrir nokkrum vikum voru þessar vörur notaðar á mig í klippingunni og komu þær mér mjög á
óvart. Ég hef verið svo rosalega vanaföst þegar það kemur að hárvörum og hef ég notað vörurnar frá
MOROCCANOIL síðan ég kynntist þeim fyrst í San Fransisco fyrir rúmlega þremur árum. Ég var þá
stödd þar í helgarferð með kærastanum og gaf hann mér olíuna ásamt sjampói og næringu. Nýlega
fékk ég nokkrar vörur frá Gorgeous til að prófa og hef ég verið að nota þær núna í aðeins meira
en þrjár vikur.

Ég fékk Reconstructive Sjampó og Næringu sem á að styrkja og byggja upp hárið ásamt því að næra
það og gefa því góðan raka. Þessar tvær vörur henta þeim sem eru með efnameðhöndlað hár eða ef 
það er skemmt af völdum hitatækja. Sjálf þarfnast ég mikils raka þegar það kemur að sjampóum þar
sem ég er með mjög frizzy hár og einnig nota ég hitatæki mjög oft svo þessar vörur eru fullkomnar.
Ég er ótrúlega ánægð með þær og er lyktin af þeim mjög fersk og góð.


Eftir að ég hef þvegið á mér hárið með sjampóinu og næringunni þurrka ég það með handklæði og 
ber svo Argan olíuna í endana á hárinu. Ég hef aldrei prófað aðrar olíur en þessa ofur vinsælu frá
MOROCCANOIL og því var ég ekki með það miklar væntingar til þessarar frá Gorgeous en hún 
kom mér verulega á óvart. Hún er aðeins léttari en hin finnst mér og maður þarf einungis einn lítinn
dropa til að bera í hárið. Lyktin er einnig mjög góð og hjálpar olían hárinu mínu að þorna á stuttum
tíma. Olían eykur glansinn í hárinu ásamt því að draga úr frizzi og rafmagni - það má því segja að
hún hafi gjörsamlega bjargað hárinu mínu seinustu daga þar sem hárið mitt er mjög frizzy.


Ég leyfi hárinu mínu oftast að þorna náttúrulega svo að þegar hárið er orðið þurrt þá spreyja ég
hitavörn í hárið. Þetta skref er mjög mikilvægt og verð ég að viðurkenna að þetta er fyrsta hitavörnin
sem ég eignast en eftir að hafa notað hana mun ég aldrei sleppa þessu skrefi aftur. Hitavörn hefur það
hlutverk að vernda hárið fyrir hitaskemmdum. Ég er eflaust ekki sú eina sem notar hitatæki á hárið
mitt daglega og því er svo mikilvægt að passa upp á hárið og vernda það fyrir skemmdum. Vörnin
eykur einnig glans og gefur hárinu raka og mýkt sem við kvörtum nú alls ekki yfir. Ég spreyja henni
yfir allt hárið áður en ég blæs það eða nota sléttujárnið á það.

Seinasta varan er svo uppáhalds varan mín - ég skil ekki hvernig ég hef getað lifað án hennar í öll
þessi ár! Varan heitir "Ten In One" og er ein mesta snilld sem ég hef kynnst. Nafnið segir eiginlega
allt en í vörunni eru 10 meðferðir í einni flösku. Þessi vara nærir, eykur glans, eyðir flóka, minnkar
rafmagn og frizz, gefur góðan raka, gefur fallega áferð og hreyfingu og inniheldur litavörn. Eftir að
ég hef slétt hárið eða lagað krullurnar mínar þá spreyja ég vörunni í lófann og ber hana í hárið. Það
verður glansandi, mjúkt og hárið lyktar ótrúlega vel. Þessi vara er must have að mínu mati!

Vörurnar frá Gorgeous fást á hárgreiðslustofum, hér er listi yfir sölustaði.

// The products from Gorgeous just arrived to Iceland a little while back and I got to try out some
of their products. I got the Reconstructive Shampoo and Conditioner, Argan Oil, Thermal Protect
and the Ten In One. I absolutely love these products and really recommend them x


SHARE:

No comments

Post a Comment

xoxo

Blogger Template Created by pipdig