Það er kominn ansi langt síðan að ég setti inn heimilistengda færslu - enda er ég ekkert búin að
gera neitt nýtt heima við í frekar langan tíma. Ég er nokkuð sátt með íbúðina í bili en um helgina
fór ég aðeins að huga að svefnhverberginu þar sem veggurinn á móti rúminu okkar er tómur og
finnst mér hann frekar ber. Ég er ekki alveg búin að ákveða hvað mig langar að gera við hann en
ofarlega á listanum er að kaupa þessar tvær myndir frá Sealoe (uppáhalds verslunin mín þar sem
þú finnur fallegar myndir og aukahluti fyrir heimilið) og hengja þær á vegginn, jafnvel setja upp
Ribba myndahillu frá Ikea og hafa þær á henni ásamt eitthverju sætu dúlleríi.
Það eru svo nokkrir aðrir hlutir sem ég myndi ekkert vera á móti að eignast, t.d. þessi svarti
hringspegill, Kartell Ghost stóllinn, Tom Dixon ljós og fallega ilmi frá Völuspá sem eru í
miklu uppáhaldi hjá mér x
// I haven't posted about my apartment in a while since I really love how it looks right now and
I haven't changed much recently. This weekend I was thinking about the wall across from our
bed and since it is empty I wanted to do something to it. On the top of my list is to add these two
posters from Sealoe - so pretty x
No comments
Post a Comment
xoxo