24.2.15

YSL SPRING 2015

Loksins loksins loksins fékk ég að skoða nýju vorlínuna frá YSL - ég er búin að bíða spennt eftir 
henni og ég gat loksins tekið mér smá tíma til að fara að kíkja á hana. Eins og ég hef örugglega
sagt ansi oft þá er YSL orðið eitt af mínum uppáhalds merkjum þar sem bæði snyrtivörurnar þeirra
og húðvörurnar þeirra eru ótrúlega góðar og það er alveg augljóst að þú ert að kaupa gæðavörur.
Ég fékk nokkrar fallegar vörur úr línunni til að prófa og þar sem ég var á árshátíð um helgina þá
ákvað ég að nota nokkrar vörur úr vorlínunni og sjá hvernig mér litist á þær. Vörurnar koma í
verslanir í vikunni svo ég mæli með því að þú farir og kíkir á línuna þegar þú getur x

Blush Volupté: Ég fékk einn púður kinnalit í litnum "5". Mér finnst liturinn ótrúlega fallegur og
mun hann koma vel út í sumar þegar húðin er aðeins brúnni og líflegri. Hann er mjög pigmentaður
og svo er hægt að nota ljósari litinn í miðjunni til að highlighta kinnbeinin. Ég notaði hann einmitt
um helgina og var mjög sátt með hvernig hann kom út, ég var hrædd um að hann myndi standa of
mikið út þar sem liturinn er mjög bleikur en ég fékk mjög fallegan og líflegan lit í kinnarnar.

Couture Mono: Ég fékk tvo augnskugga, einn í litnum "13" og hinn í litnum "15". Þeir eru báðir
ótrúlega fallegir og er annar með sanseringu en hinn er alveg mattur. Ég prófaði að nota lit "13"
um helgina og setti hann á enda augnloksins til að dekkja förðunina aðeins. Það er mjög auðvelt
að bera þá á og fannst mér förðunin koma mjög vel út með litnum. Það eru til margir fallegir litir
í þessum augnskuggum en einnig eru tvær augnskuggapallettur í vorlínunni líka.

Rouge Volupté Shine: Næsta vara er varalitur í litnum "29 Ambre Indécent". Hann er ótrúlega 
fallegur á litinn en liturinn er dökkrauður. Ég var með nude varir um helgina en ég er búin að
prófa þennan lit bara hérna heima við og strax og ég bar hann á mig varð ég hrifin. Hann rann
liggur við bara á varirnar mínar, hann er ótrúlega mjúkur og liturinn er gullfallegur. Í línunni eru
tveir nýjir litir, þessi og svo "28 Rose Intime" sem er bleikur. Ég hef það á tilfinningunni að þessi
muni vera notaður mikið, þá sérstaklega í sumarvinnunni.

Volume Effet Faux Cils: Þessi maskari frá YSL var fyrsti maskarinn á markaðnum sem gaf áhrif
og áferð á við gerviaugnhár. Það er hægt að segja að allt sem þú þarft er í þessum maskara þar sem
hann gefur þykkt og lyftingu á augnhárin. Í ár er komn ný og endurbætt formúla á þessum maskara
sem þornar ekki og einnig inniheldur hún serum sem veitir augnhárunum góða næringu. Ég hef lengi
notað Babydoll maskarann frá YSL og finnst mér hann langbestur og því var ég mjög spennt að prófa
þennan um helgina. Hann stóð algjörlega við orðin og gaf mér þykk og löng augnhár!

Volupté Tint-In-Oil: Seinasta varan er varaolían sem er nýkomin á markað. Ég var mjög spennt að
prófa þessa þar sem ég var búin að heyra svo góða hluti um hana. Olían er ótrúlega góð og strax er
hún orðin að fastagesti í töskunni minni og fer ég ekkert án hennar. Ég er með mjög þurrar varir og
hefur hún algjörlega eytt því vandamáli. Ég fékk hana í litnum "4 Rose For You" sem er mjög sætur
ljósbleikur litur en alls kemur olían í átta mismunandi litum. Þegar þú berð hana á varirnar þá hverfur
olían smám saman en liturinn helst áfram á vörunum í mjög langan tíma. Þessu mæli ég sko með!


// I got the chance to try out some items from the new spring line by YSL. I have been using YSL
now for almost a year and really love both their make up and skincare products. They are on the
pricey side but they are so worth it, you are getting a quality product for your money. I was really
happy with the products that I got and absolutely love them, my favourite is the Volupté Tint-In-Oil
that moisturises your lips and gives them a nice colour all day long x

Vörurnar sem fjallað var um í þessari færslu fékk ég sendar sem gjöf. Skoðanir sem koma fram eru
mínar eigin.
SHARE:

No comments

Post a Comment

xoxo

Blogger Template Created by pipdig