21.2.15

TONIGHTS DRESS

ASOS double strap midi dress (buy it here)

Ég deildi með ykkur nokkrum midi kjólum um daginn og á listanum var þessi gullfallegi rauði midi
kjóll frá Asos. Ég ætlaði nú ekki að panta mér neitt af listanum en ég er að fara í árshátíð í kvöld svo
ég setti hann í körfu og hann er minn! Upprunalega ætlaði ég í nýjum samfestingi á árshátíðina en þar
sem það er Hollywood Glamour þema þá langað mig í fínan kjól. Mig langaði helst í þennan kjól þar 
sem hann er einn fallegasti kjóll sem ég hef litið augum á en þegar ég sá verðmiðann dó draumurinn
og ég endaði á því að panta mér þennan rauða. Ég er ótrúlega sátt með hann og hlakkar mig mjög til
að hafa gaman í honum í kvöld - nú þarf ég bara að finna skó við hann og eitthvað hlýtt til að halda
á mér hita í þessum kulda! Eigið gott kvöld x


// The other day I shared some midi dresses on the blog that I was craving and I ended up ordering
one of them. I am really happy with it and can't wait to wear it tonight x


SHARE:

No comments

Post a Comment

xoxo

Blogger Template Created by pipdig