25.2.15

SUMMER VACATION

PICTURES FROM MY PINTEREST PAGE

Ég og Níels stefnum á að fara erlendis í lok sumarsins en ég er að díla við algjört lúxusvandamál í
augnablikinu - ég veit ekki hvert mig langar að fara! Ég er búin að hugsa og hugsa og fer alltaf fram
og tilbaka og get ómögulega ákveðið einn stað. Fyrst langaði mig ótrúlega mikið að fara aftur til LA
en við bjuggum þar í heilt ár fyrir þremur árum. Svo langaði mig að fara á nýjan stað sem ég hef ekki
komið til áður og þá datt mér í hug Tæland. Svo hugsaði ég hvað það var langt í burtu og þá var það 
Ítalía, að fara þangað og keyra frá Mílanó til Róm og stoppa á stöðum á milli. Svo í gærkvöldi var 
það LA aftur og nú er ég alveg ringluð. Þið verðið að hjálpa mér! Endilega gefið mér hugmyndir um
staði til að fara á en mig langar að fara eitthvert þar sem ég get bæði slakað á við sundlaugarbakkann
eða á ströndinni og skoðað mig um og gert eitthvað skemmtilegt - HJÁLP! x


// Me and Níels are planning a trip at the end of summer but I am dealing with a major first world
problem since I can't decide where I want to go. First I really wanted to go to LA but we lived there
for a year three years ago and I miss it so much! Then I wanted to go somewhere new so I thought
about Thailand but it's so far away so I came up with Italy. The plan would be to fly to Milano, stay
there for a couple of days and drive down to Rome, stopping at some cities in between. Then last
night I wanted to go to LA again so I need your help. I am craving a vacation where there is plenty
to do and see but where I can also relax by the pool or at the beach - HELP! x



SHARE:

No comments

Post a Comment

xoxo

Blogger Template Created by pipdig