1.3.15

SIX YEARS


Já, ég ætla að koma með eina væmna færslu í tilefni gærdagsins. Í gær fögnuðum við sex árum saman
og áttum yndislegan dag. Hann byrjaði á brunch á Snaps sem er uppáhalds brunch staðurinn okkar á
Íslandi og eftir að við hámuðum í okkur gómsætan mat tókum við smá rölt í miðbænum. Minn var
rosa sætur í sér og gaf mér draumahúfuna frá Feld Verkstæði úr Geysi sem mig er búið að dreyma um
lengi. Þegar okkur var orðið of kalt þá fórum við heim upp í sófa að horfa á þætti og enduðum á því
að sofna. Um kvöldið áttum við pantað borð á Apótek Restaurant og við erum svo heppin að Food 
and Fun hátíðin lendir alltaf á afmælinu okkar svo við fengum sex rétta matseðil sem var fáranlega
góður. Þeir sem þekkja okkur vel vita að við elskum að borða og erum algjörir matgæðingar!
Ég mæli algjörlega með Apótek Restaurant, það er í svo fallegu húsi í miðbænum og staðurinn er
ótrúlega fallegur að innan. Maturinn var ekki af verri endanum og bíð ég spennt að fara þangað 
aftur, vonandi bráðlega.

 Dagurinn okkar var fullkominn og er ég svo heppin með kærasta og besta vin. Mér finnst það vera
algjör forréttindi að fá að eyða lífinu mínu með honum og ég fæ kítl í magann þegar ég hugsa um
framtíðina okkar saman. Við eigum eftir að gera svo margt skemmtilegt saman og ég veit að sama
hvað gerist, ef hann er við hliðina á mér, þá verður allt í lagi 

Ég var mjög aktív á Snapchat í gær og er það eiginlega alla daga - ef þú vilt fá að sjá aðeins
meira frá deginum okkar finndu mig þá á Snapchat undir "alexsandrabernh".


// Yesterday me and my boyfriend celebrated six years together. We had such a wonderful day that
started with brunch and a walk downtown where he got me my dream hat. When we got to cold we
went home under a blanket and watched TV and ended up falling asleep on the couch. We then had
dinner at Apótek Restaurant and we are so lucky that each year the Food and Fun festival is held on
our day so we got a six course meal which was amazing. I am so lucky to get to spend my life with
my best friend and I am so excited for the future with him 


SHARE:

No comments

Post a Comment

xoxo

Blogger Template Created by pipdig