16.2.15

HAIR TALK: EXTRA VOLUME MEÐ MOROCCANOIL


Fyrir stuttu lét ég loksins verða að því að klippa á mér hárið stutt eftir mikla umhugsun og pælingar.
Ég sé alls ekki eftir því enda nenni ég loksins að eiga við það og leyfa því að njóta sín. Ég kláraði
sjampóið mitt frá MOROCCAN OIL rétt áður en ég fór í klippingu svo mig vantaði nýtt og ég ákvað
í þetta skiptið að prófa Extra Volume línuna frá þeim. Áður fyrr hef ég prófað bæði Hydrating línuna
og Moisture Repair línuna og verið mjög ánægð með þær en mig kítlaði smá í puttana að prófa þessa
þar sem ég er með náttúrulega liði en finnst hárið alltaf vera frekar flatt við rótina. 

Ég er búin að vera að nota þessar vörur núna í aðeins meira en tvær vikur, sem er ekki langur tími, en 
ég get strax sagt ykkur að ég elska þessa línu. Ef þig vantar smá lyftingu og hreyfingu í hárið þitt þá 
er um að gera að prófa vörur í þessari línu og þá er ég sérstaklega hrifin af Root Boost spreyinu sem
gefur manni ótrúlega fallega og náttúrulega lyftingu í hárið. Það sem ég byrja á að gera er að þvo á
mér hárið með sjampóinu og leyfi svo næringunni að liggja í hárinu í nokkrar mínútur. Ég þurrka svo
á mér hárið með handklæði, ber olíuna í hárið og leyfi henni að liggja aðeins í áður en ég set Root 
Boost í rótina. Root Boost er semsagt sprey sem á að spreyja í rótina til að auka þykkt og er hún rík
af argan-olíu sem nærir hár og hársvörðinn og einnig minnkar hún rafmagn í hárinu sem er algengt 
hjá okkur á þessum tíma árs (ég var að verða vitlaust á mínu hári en það hefur skánað helling!). Ef
ég ætla að hafa hárið mitt krullað þá set ég næst í mig Volumizing Mousse en ég sleppi henni af og
til þegar ég vill hafa slétt hár. Volumizing Mousse er froða sem byggir upp þykkt og gefur manni
sveigjanlega og varanlega festu án þess að vera klístruð. Þessar vörur fá toppeinkunn frá mér enda
hef ég eingöngu notað þetta merki í þrjú ár núna - næst ætla ég samt aðeins að bregða út af vananum
og prófa nýtt merki sem var að koma í sölu hérlendis, hlakka til að segja ykkur frá þeim vörum x


// I recently cut my hair after a lot of thinking and going back and forth. I am so glad that I 
went through with it since I finally have time to do something with my hair in the mornings.
I decided to try the Extra Volume line by MOROCCAN OIL and got the shampoo, conditioner,
Root Boost and the Volumizing Mousse. I have been using these products now for two weeks
and absolutely love them - really recommend them if you are looking for a little volume x


SHARE:

No comments

Post a Comment

xoxo

Blogger Template Created by pipdig