17.2.15

CURRENT FAVORITES


Þar sem ég er mjög oft að prófa nýjar vörur þá er ég ekki alltaf að nota sömu vörurnar á hverjum 
degi. Mér finnst svo gaman að prófa eitthvað nýtt svo mér datt í hug að það væri sniðugt að deila
með ykkur þeim vörum sem standa upp úr hjá mér í augnablikinu. Áður fyrr var ég alveg svakalega
vanaföst þegar það kom að snyrtivörum og þorði ég aldrei að bregða út af vananum en sem betur fer
komst ég yfir það og get ég því sagt að í dag er ég með litla snyrtivörufíkn. Þetta eru þær vörur sem 
ég hef verið að nota (næstum því) daglega seinustu vikurnar. Ég ætla aðeins að segja ykkur frá þeim!

CLARISONIC MIA 2: Ég á enn eftir að birta ítarlega færslu um Clarisonic burstann sem ég fékk í
jólagjöf en þið megið loksins eiga von á henni í lok þessarar viku/byrjun næstu viku.

EYGLÓ DAGKREM: Ég fékk þetta krem að gjöf fyrir nokkrum mánuðum en byrjaði að nota það í
byrjun ársins og er ég mjög ánægð með það. Húðin mín er ótrúlega fín og mjúk þegar ég nota það og
á það að draga fram náttúrulega ljóma húðarinnar. Það inniheldur andoxunarefni sem hjálpar húð sem
er bæði þurr og líflaus og sé ég mikinn mun á minni húð. Svo er auðvitað plús að þetta er íslenskt.

BUMBLE AND BUMBLE SURF SPRAY: Þetta er vara sem ég var lengi búin að langa að prófa eftir
að hafa heyrt mjög góða hluti um hana og varð ég ekki fyrir vonbrigðum. Fullkomið fyrir þá sem eru
að leitast eftir fallegum og náttúrulegum liðum eða til að fullkomna sína eigin liði (eins og ég gerði).

ROOT BOOST: Ég fjallaði um þetta sprey í seinstu færslunni minni, stundum finnst mér hárið mitt 
vera frekar flatt við rótina og þá hjálpar þetta mikið til - svo er líka svo góð lykt af þessum vörum.

MAC PRO LONGWEAR CONCEALER: Bow down, þetta er besti hyljari í heiminum! Ég held að 
ég geti eiginlega ekki sagt meira en það. Hann hylur mjög vel og helst á allan daginn.

YSL ALL IN ONE BB CREAM: Ég fjallaði um þetta krem þegar ég fékk það seinasta haust, ég hef
notað það á hverjum degi síðan þá. Ótrúlega létt og gefur húðinni fallega áferð og ljóma.

ANASTASIA BEVERLY HILLS TINTED BROW GEL: Sagði ykkur aðeins frá þessu um daginn
þegar ég fjallaði um augabrúnarútínuna mína, litað gel sem er fullkomið ef maður er latur að fylla í
þær eða bara til að bæta aðeins ofan á eftir á. Heldur þeim einnig á sínum stað allan daginn!

REAL TECHNIQUES MIRACLE SPONGE: Hef notað þessa vöru í yfir ár núna, eða síðan hann
kom fyrst á markaðinn hérna heima. Auðvelt að nota hann og hann gefur fallega og þétta áferð.


// Here are some of my current beauty favourites that I have been using everyday for the last couple
of weeks. I am always trying out new things so I thought it would be fun to show you the ones that
I love the most from time to time x


SHARE:

No comments

Post a Comment

xoxo

Blogger Template Created by pipdig