9.2.15

CURRENTLY CRAVING: DATE NIGHT


Febrúarmánuður er stútfullur af skemmtilegum dögum eins og Valentínusardeginum og 
Konudeginum. Febrúar er alltaf mjög sérstakur hjá mér þar sem ég og Níels fórum á fyrsta deitið 
okkar í lok Febrúar og eigum við því sambandsafmæli þá. Ég einfaldlega trúi því ekki að í ár eru
komin sex ár síðan hann bauð mér út að borða á Argentínu og spurði mig svo hvort ég vildi verða
kærastan hans, en ég var þá bara 16 ára gömul. Tíminn líður allt of hratt þegar það er gaman hjá
manni! Í ár er ég ekki alveg viss hvað planið er hjá okkur, hvort við förum út að borða (hint hint)
eða hvort við höfum bara notalegt kvöld heima eins og við höfum stundum gert. 

Mér finnst ekki leiðinlegt að fara á smá datekvöld og því tók ég saman nokkra kjóla sem eru á
óskalistanum mínum ef þið erum að fara að fagna Valentínusardeginum, Konudeginum eða hvað
sem það er. Mig langar rosalega í kjól númer fimm en ég er alveg heilluð af svokölluðum midi
kjólum í augnablikinu eins og sést - mér finnst þeir svo ótrúlega kvenlegir og fallegir x


// February is filled with amazing holidays like Valentine's Day and here in Iceland we have a day
that celebrates women as well. February is always super special to me since it marks the day that
me and my boyfriend had our first date. This year marks six year since our first date and I can't
believe how fast time flies! I put together some pretty date night dresses for you guys, I am really
craving the red one at the bottom - so pretty and the colour is perfect for a date night x


SHARE:

No comments

Post a Comment

xoxo

Blogger Template Created by pipdig