29.1.15

NEW IN: KUBUS BY LASSEN


Ííík, eruði að sjá hann - hann er loksins minn! Kubus kertastjakinn eftir By Lassen er búinn að vera á
óskalistanum mínum endalaust lengi en þar sem hann kostar frekar mikið hef ég aldrei haft það í mér
að kaupa hann. Mamma keypti sér svo svona í fyrra og var ég endalaust að slefa yfir honum og um
daginn fékk ég fullkomið tækifæri til að eignast hann og er ég svo ánægð með hann. Við þurftum að
skipta jólagjöf í Epal og svo átti ég gjafabréf svo að ég og Níels gjörsamlega þræddum Epal að leita
að eitthverju til að fá okkur fyrir það. Ég var endalaust að tala um kertastjakann en honum langaði 
sko alls ekki í kertastjaka en á endanum gafst hann upp og leyfði mér að velja. Valið var auðvitað 
ekki erfitt og er ég alveg í skýjunum með hann x

Eigið góða helgi, ég er á námskeiði alla helgina en svo er ég komin í smá frí þar til í vor
svo það verður meiri tími fyrir blogg yay!


// It is finally mine! I have been wanting the Kubus by Lassen for such a long time so when I had to
exchange some gifts I decided to get that instead, I absolutely love it x


SHARE:

2 comments

 1. Fallegur stjakinn, sá neðar að skenkurinn væri úr BESTÅ línunni hjá Ikea, en var hann keyptur sem heild eða keyptiru einingar og settir saman? :)

  Bestu kveðjur Elísabet

  ReplyDelete
  Replies
  1. Takk! Ég keypti skápinn sér og svo hurðarnar sér :) það er til alveg helling í þessari línu, þannig að þú getur sett saman einingar en þarna er þetta bara einn skápur + tvær háglans hurðar x

   Delete

xoxo

Blogger Template Created by pipdig